Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Qupperneq 144

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Qupperneq 144
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011144 En aðeins að efni bókarinnar. Bókinni er skipt upp í átta kafla ásamt heimildaskrá og hugtakaskýringum. Þar að auki er annáll réttindabaráttu kvenna og jafnréttismála hafður innan á bókarkápu. Kaflarnir spanna mjög víðtækt efni, allt frá málefnum fjöl- skyldunnar til umræðunnar um stjórnkerfið og hvers kyns lagaumhverfis jafnréttis- mála. Nálgunin er femínísk, þar sem m.a. er lögð áhersla á að skoða raunveruleikann úr frá kynjuðu sjónarhorni. Enn fremur er lögð áhersla á félagslega mótun einstak- lingsins og því hafnað að kynin hafi ólíkt eðli sem stuðli að ólíkri hegðun, hlutverki og stöðu þeirra. Kynin mótist nefnilega út frá viðteknum hugmyndum um karlmennsku og kvenleika. Hugtakið kyngervi er kynnt til sögunnar í hugtakaskýringum bókar- innar og má segja að það sé lykil grein ingar tæki eða -hugtak hennar, þ.e. að hvers kyns kynjamunur sé fyrst og fremst félagslegt fyrirbæri og viðhaldið af ríkjandi valda- stétt. Þessi nálgun kemur skýrt fram í ritinu, t.d. í kaflanum um vinnumarkaðinn og hversu erfiðlega það hefur reynst að draga úr kynbundnum launamun. Við hefðum reyndar viljað sjá í inngangi ítarlegri umfjöllun um hin femínísku greiningartæki á borð við kyngervi, mótunarhyggju o.fl. Enn fremur hefði mátt taka raunhæf dæmi til að útskýra þessi hugtök sem geta oft og tíðum verið nokkuð flókin fyrir leikmenn. En væntanlega hefur þurft að skera niður til að láta verkið rúmast innan þess ramma sem því var ætlað. Er það því hlutverk kennarans að taka við keflinu og fara með nemendum í gegnum þessi lykilhugtök áður en lengra er haldið. Flestir kaflarnir eru vel skrifaðir og „kryddaðir“ með ýmiss konar tölfræðilegum upplýsingum. Einnig eru á hverri síðu áhugavakar eða umræðupunktar sem okkur þykir henta mjög vel til kennslu. Munum við nú í stuttu máli taka nokkra kafla til umfjöllunar. Í kaflanum um fjölskylduna er breytt staða hennar á 21. öldinni rædd. Umfjöllunin þar er upplýsandi og góð að öllu leyti. Þó finnst okkur að ræða hefði mátt fjölskylduhugtakið aðeins betur því að það er ekki útskýrt nógu vel í kaflanum. Þar segir til dæmis að vinir eða þá vinkonur sem búi saman fái vanalega ekki fjöl- skyldustimpil. Hvað er átt við með því? Reyndar er minnst á fjölskyldur samkyn- hneigðra en ekki útskýrt nánar hvað átt er við með því. Geta ekki samkynhneigðir verið vinir eða vinkonur og þar með fjölskylda? Gott er að þarna skuli vera minnst á nýju hjúskaparlögin og að samkynhneigð pör hafi síðan 2006 sama rétt og gagnkyn- hneigð til ættleiðingar og tæknifrjóvgana. Kaflinn um skólagönguna er almennt séð góður en þar viljum benda á eina rang- færslu í tengslum við fjölda kvenna sem gegnt hafa embætti forseta nemendafélags Verzlunarskóla Íslands. Þegar þetta er skrifað eru þær þrjár en í bókinni er einungis talað um eina. Einnig hefði mátt bæta við litlum kafla um uppeldi barna og þær ólíku kröfur og viðhorf til kynjanna sem birtast í umönnun barna frá fæðingu. Kaflinn um vinnumarkaðinn er vel skrifaður og tengdur þeirri miklu umræðu sem hefur verið innan samfélagsins um launamun kynjanna. Gott hefði þó verið að rekja betur sögulegar ástæður þess að konur fóru að streyma út á vinnumarkaðinn upp úr aldamótum og þá einkum í tengslum við styrjaldarrekstur á 20. öld. Finnst okkur oft vanta meira sögulega vídd í umfjöllunina og að setja þar með þróunina í ákveðið samhengi. Enn fremur hefði verið gott að fá einhvern erlendan samanburð og á það í raun við um fleiri kafla en þennan, t.d. kaflann um stjórnkerfi og laga- umhverfi jafnréttismála. Þar hefði farið vel á að hafa í áhugavaka þau lönd þar sem KynUngaBÓK – VarÐa á Vegi JafnrÉttiSfræÐSlU Í SKÓlUm landSinS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.