Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Page 145

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Page 145
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 145 konur fengu fyrst kosningarétt. Í kaflanum um vinnumarkaðinn hefði einnig mátt ræða hið breytta samfélag á Íslandi undir lok 20. aldar, þ.e. um þann fjölda einstak- linga af erlendum uppruna sem býr hér og hver staða þeirra sé, einkum með tilliti til kyns og kyngervis. Graf eða tölulegar upplýsingar um hlutfall karla og kvenna í helstu starfsstéttum hefði einnig verið áhugavert og stutt betur við annars góðan texta kaflans og röksemdafærslu. Fjölmiðlakaflinn er áhugaverður en þar hefðu mátt vera rækilegri útskýringar og fleiri dæmi enda er mjög mikilvægt að vekja áhuga nemenda á efninu með umræðu um þessi málefni. Svo dæmi sé tekið er ekki reynt að útskýra neitt frekar hvers vegna svona fáar bloggsíður kvenna njóti vinsælda. Kaflinn um dægurmenningu hefði einnig mátt vera ítarlegri og bæta hefði mátt við erlendum kvennablöðum, slúðurritum, tískutímaritum og vefsíðum sem sérstaklega eru ætluð konum. Enn fremur hefði mátt hafa ítarlegri umræðu um auglýsingar og hvernig þær miðla ríkjandi hugmyndum um karlmennsku og kvenleika. Hefði jafnvel mátt tengja þá umfjöllun við kaflann sem kemur á eftir um heilsufar kynjanna en segja má að þær staðalmyndir sem kynin fá í gegnum auglýsingar geti leitt til skaðlegrar hegðunar og ýmissa sjúkdóma, sbr. lystar- stol. Reyndar finnst okkur kaflinn um heilsufar sístur og of almennur. Hér hefði mátt beita meiri gagnrýni og eins og fyrr segir tengja kaflann við auglýsingar og umfjöllun fjölmiðlanna, sbr. kröfuna til kvenna um tiltekið holdafar, en einnig í vaxandi mæli til karla. Í þessum kafla hefði einnig mátt ræða betur yfirráð kvenna yfir eigin líkama, sbr. umræðu víða erlendis um fóstureyðingar og svo nýlega um staðgöngumæðrun. Í rauninni er ekkert minnst á fóstureyðingar í bókinni nema þá í annál á bókarkápu. Finnst okkur þetta skrítið þar sem þetta var, og er að okkar mati, mikið réttindamál kvenna og konur víða um heim njóta ekki þessara réttinda, t.d. hjá nágrönnum okkar á Írlandi. Umfjöllun kaflans um kynlíf er aftur á móti góð; án allrar boðunar um hvað sé „eðlilegt“ kynlíf, en í almennri umræðu hefur oft ákveðinnar predikunar gætt í þeim efnum. Áhersla er aftur á móti lögð á að einstaklingar stundi kynlíf á jafnréttisgrund- velli og reynt er að draga fram hugsanleg valdatengsl þegar kemur að kynlífi. Þar er jafnframt bent á að skoða beri fordóma og staðalmyndir með gagnrýnum huga og hugtakið gagnkynhneigðarremba nefnt í því sambandi. Með hugtakinu gagnkynhneigðar- remba er verið að steypa saman tveimur ólíkum hugtökum, annars vegar hugtakinu heterósexismi og hins vegar hómófóbía. Þykir okkur það ekki vera rétt hugtakanotkun og að þannig sé ruglað saman tveimur hugtökum, þó svo að þau tengist óneitanlega sterkum böndum. Þetta á einkum við þegar verið er að vísa til þátta í menningu okkar sem ýta undir svokallaða „gagnkynhneigðarrembu“. Hér hefði frekar verið við hæfi að nota orðið heterósexismi eða þá gagnkynhneigt forræði þar sem það hugtak lýsir frekar undirliggjandi viðhorfum og hugmyndum um kynverund og kynlíf. Hins vegar finnst okkur rétt að hugtakið sé rætt og kynnt til sögunnar. Tveir síðustu kaflarnir, um kynbundið ofbeldi og stjórnkerfið/lagaumhverfið, eru góðir og ná vel utan um efnið. Umbrot bókarinnar er vel heppnað og litasamsetning góð og vel við hæfi að hafa þemalitinn appelsínugulan en sá litur táknar þol, styrk og þrautseigju. Áður hefur verið minnst á bókarkápu og annál innan á henni. Hann er mjög upplýsandi. Okkur hefði þó þótt eðilegt að minnast á tvö atriði í jafnréttisbarátt- unni sem óbeint tengjast femínisma og gagnrýninni á hið heterónormatíva samfélag. JÓn ingVar K Jaran og HalldÓra ÓSK HallgrÍmSdÓttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.