Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.2011, Side 96

Andvari - 01.06.2011, Side 96
94 ÁSTA KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR ANDVARI söguna á sínum tíma kom ekki öllum saman um hver viðmælandi sóparans væri. Sveinn Skorri Höskuldsson (1969:152) sagði að bókin væri „öll langt ein- tal eða samtal söguhetjunnar við lesanda" en Erlendur Jónsson (1968:14) sagði um frásögn sóparans að það sé „látið sem hann tali við annan aðila (samvizku sína?), er lítur tortryggnari augum á hlutina“. Svava Jakobsdóttir (1969:251) áleit að viðmælandinn væri „vitaskuld fyrst og fremst hlustandi, og þannig að nokkru leyti staðgengill lesanda" og Ólafur Jónsson (1968:6) taldi hann einnig vera „staðgengil lesandans". Ólafur er raunar einn þeirra fáu ritdómara sem virðist hafa haft áhuga á tilraunum Jakobínu með frásagnaraðferð á þeim tíma þegar bækur hennar komu út og honum fannst form Snörunnar einkar áhugavert. Honum þótti dramatíska eintalsformið gera „söguna sem nákomn- asta lesandanum, knýja hann til afstöðu, þátttöku í þeirri viðræðu sem þar fer fram“ (Ólafur Jónsson 1968:6). Fleiri hafa síðar verið sammála honum um að formið sé ágengt gagnvart lesandanum, til dæmis Dagný Kristjánsdóttir (2006:633) sem segir í umfjöllun sinni í íslenskri bókmenntasögu: „Þar sem sögumaðurinn talar stöðugt við félaga sinn í annarri persónu finnst lesanda eins og hann sé að hlusta á mann tala í síma og liggi þannig á hleri en það er afar sjaldgæft, ágengt og óþægilegt form frásagnar.“ Ljóst er af þessum tilvitnunum að ekki skynja allir lesendur eins hvert sóparinn beinir orðum sínum. Ef Snaran er lesin gaumgæfilega kemur í ljós að hann ávarpar persónu sem er inni í söguheiminum með honum og er stödd í sömu verksmiðju. Lesandinn veit að viðmælandinn sópar gólf, svarar sögu- manninum og andmælir honum jafnvel. Meira veit lesandinn í raun ekki og þótt hann telji sig vita þetta er alls ekki skrýtið að sumum geti fundist ávarp sóparans beinast að samvisku sóparans sjálfs eða jafnvel til lesandans sem heldur á bókinni. Dramatískt eintal sem er annar hluti samtals getur hæglega minnt á 2. persónu frásögn - þ.e. frásögn þar sem fornafnið þú vísar til aðalpersónunnar - því ekki er alltaf ljóst hvert ávarpinu er beint, hvort eða hvenær sögupersóna, lesandinn eða sögumaðurinn sjálfur er ávarpaður.9 Til samanburðar má benda á smásögu Halldórs Stefánssonar, „Önnur persóna eintölu“ sem birtist fyrst á prenti árið 1937, en hún er ávarp sögumanns til ónafngreinds manns: Þú lokar útidyrahurðinni á húsi þínu og gengur út á götuna, lítur snöggvast til baka og virðir fyrir þér með velþóknun framhliðina á þessu fallega einbýlishúsi, sem þú hefur látið byggja þér í samræmi við þínar núverandi óskir og kröfur þær, sem þú nú orðið gerir til lífsins og lífið gerir til þín. (Halldór Stefánsson 1989:316) Sögumaðurinn er ekki í neinum gagnvirkum tengslum við umhverfi sitt á frá- sagnartímanum heldur stendur fyrir utan frásögnina og viðmælandinn svarar honum ekki. Þar af leiðandi er sagan tæplega dramatískt eintal en um það er þó erfitt að dæma. Framan af er ekki ljóst hvert ávarp sögumannsins beinist,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.