Andvari

Volume

Andvari - 01.06.2011, Page 98

Andvari - 01.06.2011, Page 98
96 ÁSTA KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR ANDVARI Tímalaus ádeila Sú samfélagsmynd sem dregin er upp í Snörunni er svört og sýnir neikvæðar afleiðingar iðnvæðingar, hernáms og neysluhyggju. Sóparinn og samstarfs- maður hans eru hluti af framleiðsluvél stórrar verksmiðju undir ströngu eftir- liti „Stóra bróður“ og auðvelt er að koma auga á gagnrýni á hugmyndafræði kapítalisma og alsæishyggju í sögunni. Michel Foucault hefur fjallað um það hvernig notkun valds og þekkingar hefur breyst á síðustu þremur til fjórum öldum. Hann telur að á nítjándu öld hafi yfirvöld víðs vegar í hinum vestræna heimi farið að beita ákveðinni valdatækni í þeirri von að ná fullkominni stjórn á sístækkandi borgarsamfélögum. Táknmynd þessa valdafyrirkomulags hjá Foucault er eins og frægt er orðið fangelsisbygging Jeremys Benthams, Alsjáin (e. Panopticon), þar sem varðmaður í turni í miðri byggingunni getur fylgst með öllum föngunum sem búa í gegnsæjum klefum hringinn í kringum turninn. Fangarnir sjá aftur á móti ekki varðmanninn og vita því aldrei hvort eða hvenær verið er að fylgjast með þeim og taka því að beita sjálfa sig eftir- liti. Þessi valdtækni byggist ekki á einangrun í myrkri dýflissu heldur þvert á móti endalausu sviðsljósi og stöðugum sýnileika sem síðan tryggir að valdið verður sjálfvirkt, varðmaðurinn þarf í raun ekki að vera í turninum því sá sem sífellt er sýnilegur agar sig sjálfur (Foucault 2005:136-43). Sóparinn í Snörunni og samstarfsmaður hans eru undir sífelldu eftirliti í verksmiðjunni og sóparinn rekur félaga sinn stöðugt áfram, hræddur um að þeim verði refsað ef upp kemst að þeir séu að slóra eða tala af sér: Beygðu þig, maður, beygðu þig - eins og þú sért að svipast um eftir meira rusli til að sópa. (7) [...] mokaðu, maður, eða sópaðu - sópaðu! (10) Talaðu ekki svona hátt, maður, það er aldrei að vita hver gæti heyrt til þín. (66) Samfélagi sögutímans er stillt upp sem andstæðu gamla sveitasamfélags- ins sem sóparinn ólst upp í en segja má að hið síðarnefnda sé sambærilegt við samfélög fyrir tíma valdbeitingar og eftirlits í umfjöllun Foucaults. Sá atburður sem oft er talinn hafa valdið straumhvörfum í samfélagsbreytingum á íslandi er hernám Breta árið 1940 og í frásögn sögumanns Snörunnar af bernsku sinni og ungdómsárum fær lesandinn samanburð annars vegar á líf- inu áður en landið var hernumið og eftir að herinn kom hins vegar. Hernum fylgdi til dæmis jarðrask og ekki síður eftirlit: Við lögðum til dæmis veg upp á fjallið upp af Nesinu [...]. Þeir settu upp einhverja varðstöð þarna á fjallinu. Og vegurinn lá um túnið hjá pabba, svo hann fékk heilmiklar skaðabætur. Svo settu þeir upp skúr við túnfótinn, og braggann, sem pabbi hengdi sig í - þó það mistækist. Og í skúrnum létu þeir standa varðmann dag og nótt. - Ég man hvað hún mamma var hrædd þegar hún sá það, blessuð kerlingin. (24)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.