Andvari - 01.06.2011, Qupperneq 98
96
ÁSTA KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR
ANDVARI
Tímalaus ádeila
Sú samfélagsmynd sem dregin er upp í Snörunni er svört og sýnir neikvæðar
afleiðingar iðnvæðingar, hernáms og neysluhyggju. Sóparinn og samstarfs-
maður hans eru hluti af framleiðsluvél stórrar verksmiðju undir ströngu eftir-
liti „Stóra bróður“ og auðvelt er að koma auga á gagnrýni á hugmyndafræði
kapítalisma og alsæishyggju í sögunni. Michel Foucault hefur fjallað um það
hvernig notkun valds og þekkingar hefur breyst á síðustu þremur til fjórum
öldum. Hann telur að á nítjándu öld hafi yfirvöld víðs vegar í hinum vestræna
heimi farið að beita ákveðinni valdatækni í þeirri von að ná fullkominni
stjórn á sístækkandi borgarsamfélögum. Táknmynd þessa valdafyrirkomulags
hjá Foucault er eins og frægt er orðið fangelsisbygging Jeremys Benthams,
Alsjáin (e. Panopticon), þar sem varðmaður í turni í miðri byggingunni getur
fylgst með öllum föngunum sem búa í gegnsæjum klefum hringinn í kringum
turninn. Fangarnir sjá aftur á móti ekki varðmanninn og vita því aldrei hvort
eða hvenær verið er að fylgjast með þeim og taka því að beita sjálfa sig eftir-
liti. Þessi valdtækni byggist ekki á einangrun í myrkri dýflissu heldur þvert á
móti endalausu sviðsljósi og stöðugum sýnileika sem síðan tryggir að valdið
verður sjálfvirkt, varðmaðurinn þarf í raun ekki að vera í turninum því sá
sem sífellt er sýnilegur agar sig sjálfur (Foucault 2005:136-43). Sóparinn í
Snörunni og samstarfsmaður hans eru undir sífelldu eftirliti í verksmiðjunni
og sóparinn rekur félaga sinn stöðugt áfram, hræddur um að þeim verði refsað
ef upp kemst að þeir séu að slóra eða tala af sér:
Beygðu þig, maður, beygðu þig - eins og þú sért að svipast um eftir meira rusli til að
sópa. (7)
[...] mokaðu, maður, eða sópaðu - sópaðu! (10)
Talaðu ekki svona hátt, maður, það er aldrei að vita hver gæti heyrt til þín. (66)
Samfélagi sögutímans er stillt upp sem andstæðu gamla sveitasamfélags-
ins sem sóparinn ólst upp í en segja má að hið síðarnefnda sé sambærilegt
við samfélög fyrir tíma valdbeitingar og eftirlits í umfjöllun Foucaults. Sá
atburður sem oft er talinn hafa valdið straumhvörfum í samfélagsbreytingum
á íslandi er hernám Breta árið 1940 og í frásögn sögumanns Snörunnar af
bernsku sinni og ungdómsárum fær lesandinn samanburð annars vegar á líf-
inu áður en landið var hernumið og eftir að herinn kom hins vegar. Hernum
fylgdi til dæmis jarðrask og ekki síður eftirlit:
Við lögðum til dæmis veg upp á fjallið upp af Nesinu [...]. Þeir settu upp einhverja
varðstöð þarna á fjallinu. Og vegurinn lá um túnið hjá pabba, svo hann fékk heilmiklar
skaðabætur. Svo settu þeir upp skúr við túnfótinn, og braggann, sem pabbi hengdi sig
í - þó það mistækist. Og í skúrnum létu þeir standa varðmann dag og nótt. - Ég man
hvað hún mamma var hrædd þegar hún sá það, blessuð kerlingin. (24)