Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Side 48

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Side 48
14 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSIÆNDINGA svo þéttskipað af fólki á vagnstöð- inni, að varla varð þversfótað. All- ir virtust glaðir og ánægðir, jafn- vel þeir, sem þráðu að fara, en gátu það ekki ýmsra orsaka vegna. Þeg- ar ofan á járnbrautarstöðina kom, var þar til staðar hinn mikli lúðra- flokkur Princess Pat hersveitarinn- ar, til þess að “syngja menn úr hlaði’’. Lék hann allskonar íslenzk lög meðan fólkið dreif að, beið á stöðinni, talaði saman og kvaddist. Þegar eimlestin var ferðbúin, flutti lúðraflokburinn sig upp á hliðar- pallinn í lestaskálanum, ásamt fólk- inu, sem komið var til að kveðja heimfarendur, og það síðasta, sem vér heyrðum, er lestin skreið af stað í austurátt, var þjóðlagið ís- lenzka við hið ódauðlega kvæði sr. Matthíasar: “Ó, guð vors lands’’. Á ferðinni austur til Montreal bar fátt til tíðinda. Veðrið var yndis- legt. Döggin glóði á grasinu og á trjánum, þegar regninu létti, mjög skömmu eftir að lagt var af stað. Ryklaust var með öllu alla leiðina, og ferðafólkið naut til fulls hins breytilega útsýnis, sem er á þeirri löngu leið. Þegar til Montreal kom, mættu yfirmenn Canada Kyrrahafs Eim- skipafélagsins hópnum á vagnstöð- inni og sáu um, að allir kæmust taf- arlaust niður að höfninni og um borð í skipið “Montcalm”, sem þá lá ferðbúið. Ennfremur mætti hópnum frá Winnipeg fjöldi sam- ferðafólks frá austur- og miðfylkj- um Bandaríkjanna, sem beina leið hafði farið frá Montreal. Svo, þegar skipið lagði af stað frá Montreal, var tala þeirra, sem með því vóru, undir umsjón Heimfararnefndar- innar, á leið til íslands, 368 manns. Eg man ekki eftir, að eg hafi nokkru sinni verið í glaðari hópi íslendinga, en þeim, sem sigldi þá frá Montreal (14. júní). Ánægjan Ijómaði á andlitum fólksins. Gleðin yfir því að fá að sjá ættlandið innan fárra daga, og að fá að njóta þeirr- ar ánægju að heimsækja það á hátíðisdegi þess. Sjóferðin heim mátti heita ágæt. Að vísu var allheitt og þröngt á skipinu fyrsta daginn. En úr því var bætt, og svalinn, þegar út á rjúmsjó kom, var þægilegur. — Á ferðinni bar fátt til tíðinda. Menn skemtu sér við leiki, söng, samræð- ur og annan gleðskap, sem á slíkum ferðum tíðkast; þar á meðal ræður, er fluttar voru af þar til völdum mönnum — um Alþingi hið forna. Tíminn leið fljótt; og nálega áður en við vissum af, vorum við komin í námunda við ísland, þrátt fyrir all- sterkan mótvind, er skipiö átti við aö etja hátt upp í sólarhring. Föstudaginn þann 20. júní var meiri ókyrleiki á mönnum heldur en dagana á undan. Menn gengu út og inn á skipinu og virtust hvergi eira. Þeir gengu fram á skipið og horfðu stöðugt í áttina, sem það sigldi í. En ekkert sást nema úlf- grá þoka, sem hékk í loftinu og huldi útsýni alt nema tiltölulega lítinn blett af sjónum í kringum skipið, þar sem öldurnar risu og féllu hóglátlega. Rétt eftir hádegið barst skipstjóranum á “Montcalm” loftskeyti, þar sem honum var til- kynt, að strandvarnarskipin ís- lenzku, óðinn og Ægir, væru vænt-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.