Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Síða 48
14
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSIÆNDINGA
svo þéttskipað af fólki á vagnstöð-
inni, að varla varð þversfótað. All-
ir virtust glaðir og ánægðir, jafn-
vel þeir, sem þráðu að fara, en gátu
það ekki ýmsra orsaka vegna. Þeg-
ar ofan á járnbrautarstöðina kom,
var þar til staðar hinn mikli lúðra-
flokkur Princess Pat hersveitarinn-
ar, til þess að “syngja menn úr
hlaði’’. Lék hann allskonar íslenzk
lög meðan fólkið dreif að, beið á
stöðinni, talaði saman og kvaddist.
Þegar eimlestin var ferðbúin, flutti
lúðraflokburinn sig upp á hliðar-
pallinn í lestaskálanum, ásamt fólk-
inu, sem komið var til að kveðja
heimfarendur, og það síðasta, sem
vér heyrðum, er lestin skreið af
stað í austurátt, var þjóðlagið ís-
lenzka við hið ódauðlega kvæði sr.
Matthíasar: “Ó, guð vors lands’’.
Á ferðinni austur til Montreal bar
fátt til tíðinda. Veðrið var yndis-
legt. Döggin glóði á grasinu og á
trjánum, þegar regninu létti, mjög
skömmu eftir að lagt var af stað.
Ryklaust var með öllu alla leiðina,
og ferðafólkið naut til fulls hins
breytilega útsýnis, sem er á þeirri
löngu leið.
Þegar til Montreal kom, mættu
yfirmenn Canada Kyrrahafs Eim-
skipafélagsins hópnum á vagnstöð-
inni og sáu um, að allir kæmust taf-
arlaust niður að höfninni og um
borð í skipið “Montcalm”, sem þá
lá ferðbúið. Ennfremur mætti
hópnum frá Winnipeg fjöldi sam-
ferðafólks frá austur- og miðfylkj-
um Bandaríkjanna, sem beina leið
hafði farið frá Montreal. Svo, þegar
skipið lagði af stað frá Montreal,
var tala þeirra, sem með því vóru,
undir umsjón Heimfararnefndar-
innar, á leið til íslands, 368 manns.
Eg man ekki eftir, að eg hafi
nokkru sinni verið í glaðari hópi
íslendinga, en þeim, sem sigldi þá
frá Montreal (14. júní). Ánægjan
Ijómaði á andlitum fólksins. Gleðin
yfir því að fá að sjá ættlandið innan
fárra daga, og að fá að njóta þeirr-
ar ánægju að heimsækja það á
hátíðisdegi þess.
Sjóferðin heim mátti heita ágæt.
Að vísu var allheitt og þröngt á
skipinu fyrsta daginn. En úr því
var bætt, og svalinn, þegar út á
rjúmsjó kom, var þægilegur. — Á
ferðinni bar fátt til tíðinda. Menn
skemtu sér við leiki, söng, samræð-
ur og annan gleðskap, sem á slíkum
ferðum tíðkast; þar á meðal ræður,
er fluttar voru af þar til völdum
mönnum — um Alþingi hið forna.
Tíminn leið fljótt; og nálega áður
en við vissum af, vorum við komin í
námunda við ísland, þrátt fyrir all-
sterkan mótvind, er skipiö átti við
aö etja hátt upp í sólarhring.
Föstudaginn þann 20. júní var
meiri ókyrleiki á mönnum heldur en
dagana á undan. Menn gengu út
og inn á skipinu og virtust hvergi
eira. Þeir gengu fram á skipið og
horfðu stöðugt í áttina, sem það
sigldi í. En ekkert sást nema úlf-
grá þoka, sem hékk í loftinu og
huldi útsýni alt nema tiltölulega
lítinn blett af sjónum í kringum
skipið, þar sem öldurnar risu og
féllu hóglátlega. Rétt eftir hádegið
barst skipstjóranum á “Montcalm”
loftskeyti, þar sem honum var til-
kynt, að strandvarnarskipin ís-
lenzku, óðinn og Ægir, væru vænt-