Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Blaðsíða 61
ALÞINGISHÁTÍÐIN
27
einkum síðasta daginn. Himininn
var heiður og blár. Fjallahringur-
inn, sem umkringdi hátíðarstaðinn,
mikilfenglegur, með öllum sínum
tilbreytingum. Ilmþrungið og hlýtt
sveitaloftið lék um gestina. Regn-
dropar úr heiðskíru lofti féllu eins
og kristallsdropar ofan á jörðina;
en regnboginn, í öllu sínu litskrúði,
spenti sig yfir skógi vaxið hraunið
á milli Þingvallavatns og Ármanns-
fells.
Sunnudaginn 29. júní afhentu
hinir erlendu erindrekar gjafir þær
er þeim höfðu verið fengnar til að
færa Alþingi og íslendingum. Voru
þær hæði margar og merkilegar.
Athöfn þessi fór fram í Alþingis-
húsinu upp úr hádegi.
íslendingar í Danmörku gáfu for-
seta bjöllu úr silfri. Á handfang
bjöllunnar var grafið: “Með lögum
skal land vort byggja. Þing skal til
þrifnaðar landi”. Gjöfina afhenti
herra Sveinn Björnsson sendiherra
íslands til Danmerkur við upphaf
hátíðarhaldsins á Þingvöllum.
Þjóðverjar gáfu rannsóknarstofu-
tæki (Laboratory), af nýjustu gerð,
ev notuð eru til þess að rannsaka
nhdýrasjúkdóma og fleira, sem að
landbúnaði lýtur.
Danska Ríkisþingið gaf stórt og
vandað skrautker,úr hinu nafntog-
aða og óviðjafnanlega Khafnar
postulíni. Þá gaf konungur íslands
°g Danmerkur 15,000 kr. í útgáfu-
sJóð til að kosta prentun á íslend-
ingasögum, en danski Ríkisdagur-
lnn gaf hverjum Alþingismanni og
helztu söfnum landsins Flateyjar-
hók, Ijósmyndaða útgáfu eftir
frumhandritinu, og Sáttmálasjóð-
nrinn eintak af íslendingasögu Ara
fróða, litprentaða útgáfu eftir elzta
handritinu.
Norðmenn gáfu sjóð, er þeir
kenna við Snorra Sturluson og
kalla Snorrasjóð, á annað hundrað
þúsund krónur. Á arður sjóðsins
árlega að veitast sem námsstyrk-
ur til íslenzkra nemenda, er stunda
vilja framhaldsnám í Noregi í ein-
hverri fræðigrein. — íslandshús-
nefndin í Oslo sendi skrautritað á-
varp á dýrindls bókfelli, er vafið
var upp á silfurbúið kefli.
Þá sendi norska þingið og stjórn-
in skrautprentað ávarp á íslenzku.
Er það prentað á afar vönduð
spjöld úr saffíanskinni. Eru þau
gullbúin og sett 8 rúbínsteinum.
Ennfremur gaf norska þingið for-
seta hamar úr íbenviði, gullbúinn,
hinn eigulegasta grip. Norska bók-
salafélagið sendi gullbúin spjöld,
með mynd af íslandi, en undir
myndinni er prentað uppliaf kvæð-
isins “ísland’’ eftir A. Munch, “Lýs_
ir af eyju við ísþokuslóð’’.
Bandaríkin gáfu eirlíkneski,
af Leifi hepna Eiríkssyni, er kost-
ar, um það því verður komið fyrir,
um $50,000.00. Myndin var ekki
fullgerð, svo gjafabréfið var aðeins
afhent ásamt ávarpi frá Congres-
sinu. Þá sendi félag danskra kvenna
í New York bronz-brjóstmynd af
Vilhjálmi Stefánssyni, er smíðað
hafði íslenzka listakonan ungfrú
Nína Sæmundsson. Ennfremur
sendi Fugla- og trjáræktarfélagið í
New York 1000 trjáplöntur til gróð
ursetningar og $1000 í peningum.
Svíþjóð sendi margar gjafír og
góðar: Bókasafn nær 1000 bindi.
í því safni er þau rit að finna, er
samin hafa verið um ísland eða