Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Síða 80

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Síða 80
46 TÍMARIT ÞJÖÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA lega þroskað ættjarðarást margra Vestur-íslendinga. Hömlur kær- leikans kynda bezt eld ástarinnar. Sögurnar og ættjarðarkvæðin bera hér vitni: “Út vil ek”, og “Flyt mik til frænda minna’’, eru þar við- kvæðin. Örvar-Oddur vann sigur hvar sem hann fór, ríkti einvaldur suður í heimi við of fjár og ýmsa hagsæld En kvöld eitt mælir hann til drotningar sinnar: “Ek ætla norður til Hrafnistu, ok vil ek vita, liver eyna hefir at varðveita, því at ek á at hafa hana ok mínir ætt- menn — ok mun ekki stoða at letja mik, því ek er ráðinn í at fara.’’ Hinn norræni kappi fer heimleiðis og ber þar beinin. En þetta er þá einnig sagan af sálarlífi Vestur-íslendingsins, sem ekki virðir föðurleifð sína að vett,- ugi. Fráskilinn og fjarlægur föðurlandi og frændum, átthögum og æsku- stöðvum, eygir hann heima, vonar- tinda lífsins, ofar þoku, þröngsýni og dægurþrasi. Hver hóll og klett- ur bygður ósýnilegum hollvættum. Hver Iækur að lífsins lind. Kulda- stakkur lífsins og landsins verður að sumarhjúp. Þjóðin, afklædd göllum sínum, er sparibúin í þing- reið eða kirkjuferð. Málið, laust við þrátt hversdagslífsins, veröur að mjúkum móðurorðum. Slíkum hugsunum gaf heimförin nýtt gildi. “Við sátum hjá Angantýs eldi Við Eddu og tungunnar mátt.’’ Hið bezta í arfi og eðli íslendings ins hélt oss öðru fremur andlega vak andi í mannös og mammonshyggju, mannlífs þjarki og meinlætum frumbýlingsáranna erlendis. Vér sofnuðum frá íslenzkum sögum og sálmum, með Ijóð og rímur undir koddanum, oss dreymdi um barns- eðlið, æskuna og ísland, og vökn- uðum til að gerast farþegi miðnæt- 'ursólarinnar um lieiðskírt háloftið, ofar öllu láglendi lífsins, í vonar- land íslenzkra barna, — heim, til ættjarðarinnar fögru og frægu og hinna frábæru frænda vorra. Verður nokkurt mannsbarn veik- ara eða vansælla fyrir að dreyma daglega siíkar myndir? En Vestur-íslendingurinn lætur sér engan veginn nægja frægð eða sigur líðandi stundar. Hann elsk- ar sína vonardrauma, hvort sem þeir vitja hans í Betel eða á Þing- völlum, í Winnipeg eða í Reykja- vík. Hann ýtir út takmörkum sjón- deildarhringsins. Hann kýs að mæta sólroði dagsins. Hann vill lifa sonur morgunsins í þeirri von, að komast lijá valdi næturinnar. En inn í hvern geisla í sálarlífi hans, er ísland ofið. — Vér frá útlandinu, er höfum feng- ið að lifa þessa ógleymanlegu sig- urhátíð í skauti íslands, á helgasta stað hins helga lands, augliti til auglitis við sögu þúsund ára, á sam- fundi ættbræðra, er efalítið verður vor síöasti, vér hugsum ósjálfrátt til samfunda feðga, er unnust heitt, en atvikin skildu. Kunnasta forn- aldarsagan segir frá samfundum þeirra þannig: “Jósef — fór á móti ísrael föður sínum — og er fundum þeirra bar saman, féll hann um háls honum og grét lengi . . . Og ísrael sagði við Jósef: Nú vil eg glaður deyja, fyrst eg hefi séð auglit þitt, og þú ert enn á lífi.”
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.