Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Page 85

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Page 85
EGGERT JÓHANNSSON 51 lesa dagblað, og veitti eg honum strax mjög mikla eftirtekt. Hann las blaðið af kappi, og þóttist eg vita, að eitthvað væri kátlegt í þessu blaði, því að hann brosti við °g við, og hló dátt um leið og hann lagði blaðið frá sér. Mér leizt und- ireins vel á þenna unga mann. Hann var tæplega meðal maður á hæð, en fallegur í vexti og svaraði sér vel að gildleika, var léttur á fæti og allar lireyfingar hans fjörlegar. Hann var dökkhæður og hárið þétt og fallegt og vel haft. Ennið var mikið, bæði kúpt og hátt, og auga- bryrnar hvelfdar. En það, sem mest einkendi hann, voru augun. Þau voru dökk og stór og ósegjanlega djúp og fögur og gáfuleg; og á milli augnanna var nokkuð breitt. Rödd- in var karlmannleg, en jafnframt viðfeldin og lireimfögur. Eg fann það undireins að þessi gáfulegi, góðlegi ungi maður hafði eitthvað það við sig, sem dró mig ósjálfrátt að honum og kom mér til að dást að honum og bera virðingu fyrir honum. En samt kom mér þá ekki til hugar að það ætti fyrir okkur að liggja að verða svilar, og að hann yi'ði einn af mínum allra hjartfólgn- ustu vinum. Þegar eg kyntist Eggert fyrst, var hann búinn að vera hér í landi í næstum sex ár, og hafði verið ttestallan þann tíma í vinnu hjá enskumælandi mönnum á ýmsum stóðum. Og urn tíma vann hann hjá tveimur innlendum leirkera- smiðum, sem áttu heima í Selkirk 1 Manitoba. Voru þeir prýðisvel uientaðir menn og góðviljaðir. — Marð þeim brátt mjög hlýtt til Egg- erts og veittu þeir honuin góða til- sögn í enskri málfræði og öðrum námsgreinum, og það alveg endur- gjaldslaust. Þeir reyndust honum ávalt eins og beztu bræður, og til þeirra leitaði hann oft ráða, jafnvel löngu eftir að hann hætti að vinna hjá þeim. Hann mintist þeirra jafnan með hlýjum huga og inni- legu þakklæti. Eggert fékk því snemma góðan undirstöðu grundvöll í enskri tungu og enskum bókmentum, þó hann sæti aldrei á skólabekk, og var að stórum mun betur að sér í þeirn greinum, en flestir aðrir íslenzkir jafnaldrar hans um það leyti. En á þeim árum áttu íslenzk ungmenni í Ameríku lítinn kost á því, að stunda skólanám, því að til þess voru efni lítil og ástæður allar næsta erfiðar; og hugsun flestra þeirra á þeim árum, snerist að sjálf- sögðu aðallega um það, að fá ein- hverja atvinnu, svo þau gætu dreg- ið fram lífið. — Og Eggert hafði líka snemma fengið góða undir- stöðu í íslenzkum fræðum, þó hann væri aðeins 16 ára, þegar hann fluttist til þessa lands. En þá und- irstöðu fékk hann í heimahúsum. Faðir hans var mætur maður og prýðis vel skýr, og móðir hans stór- gáfuð kona og sérstaklega bók- hneigð. Og var þeim það áhuga- mál að börn þeirra yrðu sem bezt upplýst, og hafa því veitt þeim þá fræðslu í heimahúsum, sem kostur var á. Enda ritaði Eggert snemma góða íslenzku, var vel heima í ís- lenzkum bókmentum og skrifaði á- gæta rithönd. Veturinn 1882—3 var Eggert til húsa lijá foreldrum mínum. Og þá fékk eg gott tækifæri til að kynn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.