Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Page 115
NOKKRAR ATHUGASEMDIR
81
una, “þá valt þessi skratti aftur
fram eftir loftinu eins og hnykill
ofan í stigann, þar skildi eg við
það, það var á stærð við meðal
spordall, eldrauður ósómi og tindr-
aði úr því á allar hliðar.’’
Hana dreymir fyrir óförum þeirra
Sigurðar og Þorsteins, og lætur þá
svo illa í svefni, “að enginn gat
notið værðar fyrir hennar illu lát-
urn .... brauzt um svo hræðilega,
að ýmist stóð á hæl eða hnakka
bls. 29, 1. útg.), en Þórdísi hús-
freyju segir hún, svo seinna að ann-
aðhvort sé einhver feigur á heim-
ilinu, ellegar ekki verði langt þang-
að til hann geri eitthvert mann-
drápsveðrið’’ (bls. 52). Og loks
er hún ekki í neinum vafa um það
þegar Sigurður bóndi liggur bana-
leguna, hver sé orsök til sjúkleika
hans, það sé sending, sem Grím-
ur meðhjálpari hafi fengið einhvern
til að senda honum; og hún þylur
bænir sínar og vers,*) til að forð-
ast þennan ófögnuð, en ámælir
mjög fólkinu, er engra bragða er í
leitað að koma sendingunni af hon-
um. (bls. 373—77).
Auk þess kann hún mesta fjölda
af draugasögum — eins og eðlilegt
er — úr ungdæmi sínu: “Já, mikið
Var þá urn draugagang hérna í
sveitinni, Drottinn minn! Þá voru
Þeir hér, hann Móri og hann Gogg-
*) Sbr. Þjóðsögur Jóns Árnasonar:
Nú legst eg í sængina mína,
sem drottinn minn sæll í gröf sína.
Liggur minn búkur ber,
blessaður guð á höfði mér,
englar hans á fótum mér
°g Pétur og Páll á miðri mér,
allir heilagir utan með og amen.
ur**) og fjandinn hún Harnars-
Skotta og liðið sem henni fylgdi;
hún drap einu sinni þar í Lundi
fjórar skárstu ærnar þar í húsinu
á einni nóttu, og sligaði bleik-mó-
álóttan kapal, mesta úlfaldagrip,**’
braut baðstofuhurðina, stal ketinu
af ránum úr eldhúsinu, og sleikti
ofan af trogunum og fór ofan í dall-
ana, — kröftugur er hann Satan,
sá béaður týranni, í börnum van-
trúarinnar — fyrirgefðu að eg
blóta!’’
En það er ekki gamla Þuríður
ein, sem verður vör við eitthvað
einkennilegt: Sigurður sér Þorsteiu
dauðan færast í hraukana í fönn-
inni og kveða vísu að gömlum og
góðum draugasið (bls. 44) (sbr.
Gunnar í hauginum). Þórdísi hús-
freyju dreymir Þorstein koma á
glugga og kveða vísu, er hún nam,
en í því hún vaknaði heyrðist
henni einhver renna sér ofan bað-
stofuliliðina (bls. 58); báðar vís-
urnar eru draugslegar.
Enn er oss sagt, að Hjálmar
tuddi, ofan á alt annað, sé umskift-
ingur, en það er víst, að sú saga
gekk um fyrirmyndina, Hjálmar
gogg, eins og frú Theódóra skýrir
frá í Skírni.
Loks er á það að minnast, að
Egill hyggur að vinna ástir Sigrún-
ar með tilstyrk galdra, og kaupir
**) Sbr. Þjóðs- J. Árn., I., 393: “Um
Gogg er löng- saga fyrir vestan” (eftir
handriti sr. Skúla Gíslasonar).
***) Þjóðs. J. Árn. I, 391: “Sólheima-
Móri, eftir sögusögn úr Breiðafjarðar-
dölum, frá honum er m. a. sagt: þá er
lík J. var flutt í kirkjuna, sýndist fólki
af næstu bæjum sem maður ríði fyrir
aftan líkið á hestinum, en hesturinn slig-
aðist undir líkinu á miðri leið, og var
hann þó talinn úlfaldagripur.”