Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Síða 119

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Síða 119
NOKKRAR ATHUGASEMDIR 85 nokkrum sinnum flogið Hvamm Sturla í hug er hann var að lýsa sr. Sigvalda. “Enginn frýr þér vits, en meir ert þú grunaður um græsku’’ segir Jón Loftsson við Sturlu. Jón Thoroddsen segir, að "“þótt séra Sigvaldi hvorki væri neitt afbragð í stólnum eður stundaði mjög bókmentir, luku samt allir 'upp sama munni um hann, að ekki þyrfti að frýja manninum vits.” Síðar í sögunni verður það, að Sigvaldi prestur tók nú ógleði mikla og áhyggjur stórar; vakti hann iöngum um nætur í hvílu sinni og varð ekki svefns auðið þá er menn sváfu.’’ Áhyggjuefni Sigvalda prests er það, hversu hann megi sem bezt stía þeim sundur Sigrúnu og Þórarni — en tiltæki hans og aðferð öll minnir ekki lítið á Sturlu, þá er hann frétti lát Þorbjargar í Reykholti. Annað dæmi — úr Pilti og Stúlku — er draumur Sigurðar, er móðir hennar vildi neyða hana til að taka Guðmundi Höllusyni: “dreymdi hana þá að hún þóttist vera stödd þar úti á hlaðinu, þar var móðir hennar hjá henni og þélt á húfu nokkurri gamalli, og Þótti henni þó líkara lambhúshettu, mtlaði móðir hennar að setja hana á höfuðið á Sigríði, en í því bili þótti henni Björg systir sín koma þar og segja: “Ekki veit eg hvað þú hugsar Ingveldur sæl, að setja skrattans pottslokið að tarna á höfuðið á barninu!” og sló við hettunni, svo að hún hraut ofan í skyrdall, er stóð þar skamt frá; en síðan brá hún upp faldi einum fogrum, þóttist hún vita í svefn- lnum að hún ætlaði að setja hann á höfuðið á sér; en í því vaknaði hún.” Menn beri þetta saman við Lax- dælu kap 33: “úti þóttumk ek [Guðrún ósvifsdóttir] vera stödd, við læk nökkurn, ok hafða ek krókfald á höfði, ok þótti mér illa sama, ok var ek fúsari at breyta faldinum en margir töldu um at ek skylda þat eigi gera, en ek lilýdda ekki á þat ok grip ek af höfði mér faldinn ok kastaða ek út á lækinn — ok var þessi draumur ekki lengri.” Þarf þetta dæmi engrar skýi’ing- ar við. Enn oftar vitnar hann beinlínis til fornsagna vorra, einkum í Heim- skringlu eða Noregskonungasögur (Magnúsar s. góða, Jómsvíkinga- saga, Sneglu-Halla Þáttur) og Njálu, auk Grettlu og Sturlungu, svo sem að ofan er sýnt. En þetta er raunar ómerkilegt atriði, því vér vitum það frá öðrum heimildum að Jón las íslendingasögur og hafði mætur á þeim. Hitt er aftur á móti mikilsvert að gera sér grein fyrir hvernig Jón notaði efnivið þann er sögurnar fengu honum í hendur. Á það hefir verið bent, að hann kynni sögumenn sína og láti þá síðan lýsa sér með eigin orðum og gjörðum mjög á sama hátt og gert er í íslendinga- sögum og er þetta auðvitað rétt. En Blöndal hefir bent á að þessi efnismeðferð sé líka eitt af því sem einkenni Scott, og er þá vandi úr að skera, hvort fordæmið er sterk- ara, og það því fremur, sem Jón ritar alls ekki neina hetjusögu í íslendingasögustíl, heldur “nýsögu” (novel) að hætti samtímans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.