Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Side 121
NOKKRAR ATHUGASEMDIR
87
Eins og kunnugt er nægir Jóni
hér þó ekki að beita hinum hátíð-
lega og rólega stíl íslendingasagn-
anna til þss að gera búrann Bárð
hlægilega heldur grípur hann hér
einnig til hetjukvæða stíls Hómers
þar sem hann lýsir eldhúsi Bárðar
og gersemum þess “er engin myndi
þar uppréttur ganga mega sakir
hinna langleggjuðu skammrifja-
bógna.’’ o. s. frv.
Hvergi tekst Jóni betur með
fornaldarsögustílinn en þegar hann
beitir honum í lýsingunni á hrúð-
kaupsveizlu Indriða til þess að lýsa
viðureign þeirra Þorsteins mat-
goggs og Guðmundar Höllusonar
við fæðuna. Fyrir Þorstein var sett
trog mikið fult sláturs og fékst
hann við kjöttrogið alllíkt sem vík-
ingar Norðmanna er þeir réðu til
uppgöngu á dreka blámanna,
hjuggu á báðar hendur og hruðu
skipið.
Matgoggur vo alla kjötbitana,
fyrst hina feitustu, svo hina mögru,
uns trogið var hroðið og hnútur og
leggir voru gengnir fyrir borð, sem
Búaliðar forðum.’’
Að þeirri veizlu var grautur fyrst
étinn, og gerði Guðmundur Höllu-
son honum “góð skil, og sagði sem
Halli, að hann væri góður matur.’’
En allmiklu síður tókst honum, er
steikin var horin inn: “Hann var
vopnaður vel, því hann hafði sverð
gott, spjót og skjöld steindan. En
vopnin voru: hnífur, matkvísl og
diskur. Guðmundur var ekki nærri
því eins fimur og Gunnar á Hlíð-
nrenda, að hann gæti kastað vopn
nnum í loft upp og gripið þau síð-
an áður en niður kæmi. Guðmund-
ur vill þá reyna íþrótt sína; tekur
hann þá matkvíslina tveim höndum
og hóf hana mjög hátt; kom hún
á diskinn og kauf hann að endi-
löngu; mörgum þótti það ekki rétt
að Guðmundur skífði svo lilífar
sínar.”
Er öll þessi bardagasaga þeirra
Þorsteins matgoggs og Guðmund-
ar við graut og kjötbita hin kostu-
legasta, og eigi spillir það til að
henni lýkur með orðaskiftum þeirra
Guðmundar og Rósu, er svifta af-
reksmanninn svo skjótlega hvers-
konar fornaldar ljóma og skilja
hann eftir berskjaldaðan í nöprum
næðingi hversdagslífsins: “Hvað
hugsarðu Guðmundur? Hvaða
rustikus eða dónsi ertu? Gjörðu
mér þetta ekki aftur svo menn
sjái!’ ’
“Hvað þá! Mér varð þetta ó-
vart; en þetta eru alt einber svilc
úr kaupmanninum.”—
í Manni og Konu þarf ekki lengi
að leita íslendingasögu-stíls, því
bókin byrjar svo: “Maður er nefnd-
ur Sigvaldi, hann var Árnason,
Sigurðssonar, Hjaltasonar, Gunn-
arssonar glænefs úr Grafningi.
Móðir Gunnars glænefs var Þor-
gerður í rauðum sokkum, Eyjólfs-
dóttir hins digra, Jónssonar, Finns-
sonar, Bjarnasonar skyrbelgs, hann
dó í Svartadauða og andaðist eftir
að hann hafði etið í einu 8 merkur
af ólekju.” Lengra þarf ekki að
lesa til að sjá, að höfundur muni
ætla að hafa séra Sigvalda að skot-
spæni fyndni sinnar, enda er það
kunnugra en frá þurfi að segja.
Höfum vér áður séð, hvernig hann
líkir honum við Hvamm-Sturlu.
Annað dæmi úr M. og K. er lýs-
ingin á barsmíðarmálinu þeirra