Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Side 134

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Side 134
100 TÍMARIT ÞJ ÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA væri gædd, að sólskin hefði um nætur. Og þessa ey kölluðu þeir Sóley. Á þvílíkan hátt er Bjarma- land skírt. Farmennirnir undruð- ust þessi náttúruhýsn og hugðu þjóðina ram-göldrótta, sem bygði landið. Alt sem kynlegt þótti, var skrifað í reikning fjölkyngi á fyrri öldum, eða henni eignað. Mér dettur í hug, að Hálogaland hafi fengið nafn sitt af þeim loga, sem brennur í hánorðri, þegar sól- in “situr uppi og vakir miðjar næt- ur’’, eins og Grímur á Bessastöð- 'um kveður. Reyndar segir svo í Fornaldarfræðum, að þar hafi kon- ungur ríkt, sem hét Logi eða Há- logi. Forskeytið “há” er áherzlu- orð, saman ber hátign, hágöfgi, há- blessað o. s. frv.. Það er ótrúlegt, að landið hafi verið heitið eftir kon- ungi, sem lifað hefir að líkindum nándarnærri söguöldinni, því að bygt hefir verið þar um slóðir fyrri en tiltekinn konungur ríkti þar. Enda veit eg ekki til að lönd heiti eftir konungum neinsstaðar. Upplönd segja til um að þau hér- uð liggi hátt. Og Heiðmörk segir til um það tvent, að skógi vaxið sé og bjart hið efra. Heiðríkja fylgir hálendisstöðvum, sem langt eru frá hafi. í þessum tveim nöfnum er bæði fegurð og landshættir málað- ir, með þeirri snild, sem norrænan fáorða hefir til brunns að bera. Þá er Jaðar nafn, sem táknar ákveðið landslag. Jaðar heitir yzta röndin á vef, og mundi Jaðarinn í Noregi vera á ströndinni svipaður því, sem jaðarinn er á vefnum. Annars eru sum örnefna-eiginnöfn fornaldar- sagna vorra þannig hjúpuð, að tor-. velt er að skýra þau sum. T. d. er Brálundur í Helgakviðu ærið ó- skýr, og hátt hafinn í hillingu skáld skaparljómans. Brá hefir ýmsar þýðingar — brá augans er næst oss og þar næst brá á keldu — járnbrá. Og svo er tí-brá. Skyldi það vera fjarstæða að hugsa sér Brálund skógarrunna, sem brá lofts ins, þ. e. tíbrá hjúpar. í þessum sama skáldskap er talað um, að heilög vötn falli af himinfjöllum. Okkur þykir það hæfilegt að yrkja um tárhreinar lindir, og læki krist- alsskæra, sem falla niður úr há- fjöllum. En þessi umsögn er hátign- ari og þar að auki tilbreytingar- smíð, að láta vatnið vera heilagt og kenna fjöllin við himininn, sem vötnin koma frá. Sú tunga, sem þannig kveður, á yfir sér augu, er sjá náttúruskraut. Og þó að þær varir, sem þannig mæla, fljóti ekki í gælum, er brjóstið niðri undir eins og laug, sem býr undir brekku og vakir frá alda öðli til eilífðar. Norræn frásögulist gengur ekki tómhent né fáklædd fram á sjón- arsviðið. Hún hefir ættfræði og ör- nefni á boðstólum, til að festa frá- sagnirnar í minni, og til sanninda- merkis um viðburði. Þessir tveir hornsteinar taka undir og kveða við af bergmáli, þegar Saga drep- ur sprota sínum á þá. Þessi fræði- kona hefir vel og lengi steininn klappað í voru landi og víst er það hamingja okkar, að hafa geymt þær minjar, sem hún lét af hönd- um, í því náttmyrkri og kafaldi, er steðjað hefir að landi og lýð. Sanngildi sagna vorra sést á ætt- færslu og örnefnum. Tilbúnar sög- ur hafa ekki þess háttar hornsteina. Af því að Saga lét sér svo frábær-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.