Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Qupperneq 137
AUÐLEGÐ ÍSLENZKRA ÖRNEFNA
103
þar sem Baldur hvíti bjó. Breiða'
blik þýðir ljósheimur víðáttumikill,
og minnir útsýnin í Baldursheimi
á þess háttar stöðvar. Þar sést
langt inn á öræfi, yfir Mývatnssveit
og Bláfjall og Seljalandsfjall blasa
við í blárri móðu þeirra öræfa, sem
jafnan eru undir andgufu og þáma-
slikju jarðyls og hverastöðva. Sá
brjóstylur er gamall og þó síung-
ur. Hinsvegar leggur gufur upp úr
Mývatni, svo að stafar stundum á
loftið og skýin, þegar sólin leggur
til sína blessun og tíbráin sína.
Allar þessar lögmálsgreinir hafa
verið til staöar forðum daga, þeg-
ar Baldursheimur var í laugartrogi
landnámstíðai'.
Norræn snild hefir seilst langt og
þó ekki um hurð til lokunnar. Ganr
an er og lærdómsríkt að bera sam-
an danska skírn og íslenzka á
sama náttúrusmíði, gnæfandi jök-
ulhæð grænlenzkri. Danir kalla
þann háturn Sykurtopp, en íslend-
ingar nefndu hann Hvítserk. ís-
lenzkt eyra og íslenzk bragðnæmi
finnur fegurðarmuninn á þessu.
Mundi nokkur fagurfræði velja
nafn jökulvarðanum, sem tekur
fram Hvítserksheitinu. Sama snild-
in leggur lófa sinn yfir strand-
lengju Vínlands, þar sem Furðu-
strendur eru skírðar. Þeir menn,
sem þessi nöfn yöldu, voru leik-
menn, ekki rithöfundar. — Eiríkur
rauði var fyrst og fremst vígamað-
ur. En þó átti hann þá djúpsæi til að
bera að sjá það, að mikla þýðingu
hafði að landið héti fögr,u nafni,
það sem hann fann og nam. Svo
segja fróðir menn, að okkar land,
nafn þess, andi kulda á alla, sem
heyra það nefnt og eru ókunnir
landsháttum. Eiríkur rauði sá
lengra en nef hans náði.
Stórhuga farmenn eru innan
brjósts, meiri fyrir sér en almenn-
ingur eða sá meðalmaður, sem
heima situr á jafnsléttunni. Það
höldum vér að minsta kosti. Oklt-
ur grunar að þeir stórliuga menn,
sem sáu og skírðu Hvítserk og
Furðustrendur, hafi verið afburða-
menn. En reyndar kemur sama
snildin í Ijós á láglendinu, þar sem
nöfnin eru sett á grasrótina. Möðru-
vellir og Blómsturvellir sóma sér
vel og bera þau nöfn vott um
grasafræðilega aðdáun. Þess er
getið í fornum fræðum, að kona
nokkur færði bygð sína á land-
námsöld, af því að henni þótti ekki
nógur ilinur úr jörðinni, þ. e. a. s.
grasinu, þar sem liún bygði fyrst. Sú
fornkona hefir verið þokkakvendi.
Og af henni leggur angan meiri og
betri eftir þúsund ár, en þeim sem
ýra á sig ilmvatni úr búðum, og vii
eg þó ekki lasta þá vöru. Möðru-
vellir eru þó nokkrir á landi voru,
Möðrufell og Möðrudalur. Þessi
jurt hefir aldrei fylt fjóshlöðurnar,
og þó var hún svona mikils metin
fyrrum, að stórbýli voru við hana
kend.
Örnefnin, er fornsögurnar geyma,
hafa orðið til áður en ritlistin hefst.
Ef svo er, sem varla verður véfengt,
er það sannað, að orðlistin hefir
verið almenningseign, bæði þeirra,
sem voru á förum milli landa, og
hinna, er heima sátn. Nöfnin Al-
viðra og Svalvogar t. d., hljóta að
skapast við reynslu þeirra, sem þar
bjuggu; sömuleiðis nöfn eins og
Vindheimar, Hyassafell, Vlndfell.
Eg drep á þetta vegna þess, að sú
skoðun er til, að sagnastíllinn forni
hafi verið mál höfðingja eða aðals-
manna vorra. Þeir menn, sem halda
fram þeirri skoðun, segja, að al-
múginn muni hafa talað ógöfgara
mál og fáskrúðugra. Þessi kenn-
ing er af útlendu bergi brotin og
styðst við bláberar getgátur, og þær
bollaleggingar, að óhugsandi sé.
eöa því sem næst, að alþýða manna
hafi verið svo þrosfeuð, sem mál-
snildin í samtölunum vottar. Það
kann að þykja furðulegt, og er í
sannleika undarlegt, að griðkonan í
Kórmáks sögu t. d. skuli skilji vísur
Kórmáks jafnskjótt sem hann kveð-
ur þær til Steingerðar. Þær eru þó
dult kveðnar og fullþungar fræði