Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Síða 142

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Síða 142
108 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA hverjir til að telja þá biðlund skort á skörungsskap. Þeir voru til, og það merk- ir menn, er hentu gaman að biðlundar- stefnu Woodrow Wilson's forseta, er sam- tíð hans nefndi “watchful waiting”. Friðar stefna Wilson’s varð hans hrós. Og sú kemí.r tíð, að biðlund Þjóðræknis- félagsins, i þeirri orðasennu er að því hefir verið beint, verður því vegsauki. Skal þá vikið nokkurum orðum að starfi félagsins. Fyrir þingi þessu liggur auglýst þing- boð og sömuleiðis áætluð dagskrá sem þingið tekur til meðferðar. Skýrslur annara embættismanna gera þinginu itarlega grein fyrir hag félagsins, sem fjárhag, bókum og öðrum viðskiftum þess. Skýrslur deilda hafa ekki borist mér nema frá deildinni við Brown P.O. Man., en þær ná vafalaust til þings. Þó er mér kunnugt um hag deildarinnar í Selkirk. og að nokkuru um deildirnar í Winnipeg og Winnipegosis. Mun starfið á þessum stöðvum i uppgangi. Er mér kunnugt um að kenslu starfið hefir verið rekið i Winnipeg og Selkirk. Færir það oss að einu aðal máli félagsins. FRÆÐSLUMALINU. Fræðslumálið, er í rauninni felur í sér hinar dýmætustu hugsjónir Þjóðræknis- félagsins, var á síðasta þingi sett í fimm manna milliþinga nefnd og mun hún gera þinginu grein fyrir störfum sínum og tillögum í því máli. En á það vil eg benda, hve ágætt þjóð- ræknisstarf Brynjólfur Þórláksson og Björgvin Guðmundsson vinna með söng- kensla sinni meðal æskulýðsins. Er mér einkum kunnugt um kenslu Björgvins Guðmundssonar í Selkirk, sem unnið er í beinu sambandi við þjóðræknis starfið. Síðastliðið ár tóku hartnær áttatíu ung- menni í Selkirk þátt í söngkenslu hans. Héldu þau opinberlega samkomu hér i Winnipeg 10 maí, er heppnaðist ágætlega. 1 vetur heldur sú kensla áfram með bezta árangri. Engin eru það stórtíðindi að eg kenni í vetur kanadiskum æskumanni ís- lenzka tungu. Hana talaði faðir sveinsins, látinn síðastliðið vor, og unni bókmentun vorum mjög. Er það fyrirætlan sonarins að halda því merki föðursins á lofti. Gæti þetta verið oss nytsamt eftirdæmi. Með- an eg dvaldi í sumar er leið í Winnipeg- osis las eg islenzku með fáeinum ungling- um er þar búa. Þar er þjóðrækni Islend- inga góð. Nefna mætti hér nýstigið framfara- spor, er kemur opinberlega til greina á þessu þingi, þar sem er samkepni í fram- sögn meðal hinna uppvaxandi Vestur-Is- lendinga. Vona eg að þar sé fólgið vor- fræ nýs áhuga. TÍMARITIÐ hefir áreiðanlega reynst afltaug félags- ins. Það er “agent” vor í útbreiðslumál- inu og á sama tíma tekjulindin. I ár flytur það úrvals ritgerðir eftir merkustu fræðimenn og lærifeður Islands. Eru ritgerðir þær um höfuð þætti í menningar- sögu Islendinga og verkið unnið að til- hlutan Þjóðræknisfélagsins út af hinni stórvægilegu hátíð þjóðarinnar í ár. Mun Tímaritið verða þriðjungi stærra og prent- un þess því þeim mun kostnaðarsamari. Væri æskilegt að hafa það í huga er þing- ið ráðstafar útgjöldum sinum. HÚSBY GGIN GARMAL. sem á dagskrá þessa þings er nefnt hús- næðismál, kom inn á þing 1926. 1 því máli hefir jafnan verið milliþinganefnd. En í ávarpi forseta til síðasta þings kom fram sú glæsilega hugmynd, að þjóðbrot allra Norðurlanda þjóðanna er hér búa, bygðu í Winnipeg sameiginlegt stórhýsi, veglegt og norrænum mönnum samboðið fyrir alt þeirra samkvæmislíf. Fjallaði þingnefnd um málið og vísaði þvi til stjórnarnefndar í því augnamiði að kom- ast mætti að “ef útlit sýndist fyrir þvi, að málið sé með nokkuru móti fram- kvæmanlegt á næstu árum.” Samkvæmt þessu átti svo stjórnarnefndin samtal við fulltrúa frá Svíum, Norðmönnum og Dön- um. Kom þar fram alúð og vinsemd af hálfu allra þáttakenda. En auðsætt var að hinn stórhuga lýð skorti mjög fé til að færast í fang slíkt stórræði. Skömmu fyrir þing var aftur leitast við að fá vitneskju um getu og áhuga hlut- aðeigenda í þessu efni. Töldu þeir þá öll tormerki á nokkurri framkvæmd eins og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.