Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Page 156
122
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA
upplýsingar séu fengnar um meðferð
plantanna og vaxtarskilyrði þeirra.
IV. Nefndin ræður stjórnarnefndinni
að nota aðstoð hr. Björns Magnússonar
í þessu máli, sem hún telur sjálfsagt að
verði fúslega í té látin. Hefir hann
sýnt mestan áhuga allra manna í þessu
elri og er málinu kunnugastur hér vestra,
og finst því nefndinni að hann eigi skil-
ið allan þann stuðning, sem félagið getur
látið honum í té, án þess þó að það
bindi sér byrðar, sem það gæti ekki
risið undir.
Winnipeg, 27. febrúar, 1930.
Virðingarfylst,
G. Arnason,
A. Bjarnason,
J. K. Jónasson.
B. B. Olson lagði til, Sigurður Bald-
vinsson studdi, að ræða nafndarálitið iið
fyrir lið. Samþykt.
1. liður samþyktur umræðulaust.
2. liður var samþyktur með öllum
greiddum atkvæðum gegn einu. Til máls
tóku B. Magnússon, Mrs. Fr. Swanson,
séra G. Árnason.
3. liður samþyktur með öllum greidd-
um atkvæðum. Til máls tóku séra J. P.
Sólmundsson, A. Eggertson, séra G.
Árnason og B. Finnsson. er mælti með
því að milliþinganefndin væri endur-
kosin og veitt ríflegt fé til starfsemi
sinnar.
Um 4. lið tók til máls B. Magnússon.
Séra Fr. A. Friðriksson lagði til að lið-
urinn væri samþyktur. Séra R. E. Kvar-
an studdi. Samþykt. Nefndarálit síðan
í heild samþykt.
Þá las séra R. E. Kvaran eftirfarandi
skýrslu nefndarinnar, er fjalla skyldi um
samvinnumálið:
Alit samvinnunefndarinnar.
Nefndin fagnar því hversu mikið hefir
verið um samvinnu á þessu ári milli
félags vors og ýmsra mætra manna á
lslandi, og lætur í ljós þá von sína, að
þetta verði aðeins upphaf á nánara sam-
starfi en verið hefir undanfarið.
Fyrst og fremst vill þá nefndin láta í
Ijós þakklæti sitt til landsstjórnarinnar
á Islandi og Hátíðarnefndar Alþingi-j
sem hvorttveggja hafa kostað kapps
um að greiða fyrir væntanlegum heim-
farendum á margvislegan hátt. Eins og
kunnugt er hefir Vestur-lslendingum
verið boðinn landsspítalinn til afnota
meðan dvalið verði í Reykjavík, og eru
þau afnot með öllu endurgjaldslaus frá
forráðamannanna hálfu. Þetta er því
mikilsverðara, sem nú hafa borist af því
sannar fregnir, að því nær muni óger-
legt að fá húsnæði í einkahibýlum eða á
gistihúsum meðan á hátíðinni stendur.
Hafa oss borist þær fregnir að nær að
segja hvert hús muni fullskipað af gest-
um, er þegar hafa trygt sér rúm. En
oss dylst ekki að þessi kurteisi lands-
stjórnarinnar og forráðamanna spitalans
því þakklætisverðari sem kunnugt
er að frágangi á byggingunni, hefir verið
hraðað fram úr áætlun og mikið fé
verði lagt fram til þess að unt yrði
að veita Vestur-lslendingum þessi hlunn-
indi.
Þá vill nefndin ennfremur láta i ljós
þakklæti sitt fyrir þá kurteisisráðstöfun
frá hendi landsstjórnarinnar á Islandi
að gera einum af embættismönnum sín-
um kleift að ganga frá starfi sínu til
þess að heimsækja oss og flytja oss
kveðjur og þjóðrækilega uppörvun frá
Islandi. Fagnar nefndin komu hr. Arna
Pálssonar og vonar að honum verði svo
tekið í íslenzkum bygðum sem svo
mætur gestur á skilið.
Vestur-íslenzkum almenningi er kunn-
ugt um að íslenzkir fræðimenn hafa
brugðist mæta vel við tilmælum frá
Þjóðræknisfélagsmönnum um samning
á fræðimannlegum ritgerðum um íslenzka
menningu að fornu og nýju, er ætlast er
til að komi fyrir sjónir manna á enskri
tungu, jafnframt því sem Tímarit félags-
ins birtir nú flestar þeirra á islenzku.
Hefir Háskólaráðið á Islandi tilnefnt
rithöfundana. Er nefndinni mjög mikið
áhugamál, að þetta reynist aðeins byrjun
á bókmentalegri samvinnu milli vor og
heimaþjóðarinnar.
En vottur um að sú von sé ekki ein-
göngu á draumórum reist er sú stað-
reynd að tveir rithöfundar á Islandi eru
nú að taka saman bók, sýnisbók rithöf-
undastarfsemi Vestur-Islendinga sem gef-