Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Page 178

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1930, Page 178
48 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA HVEITISÖLU SAMLAGIÐ Fyrir fjörutíu árum síðan var hin víðáttumikla slétta í Vestur-Canada óbygð. Svo langt sem augað eygði, þó ferðast væri eftir henni dag eftir dag, var hún hvergi snortin af höndum jarðyrkjandans. En svo kom járnbrautin. Menn ruddust út á hana í hópum, vestur og norður, eftir því sem brautar- sporin færðust lengra út. Jörðinni var svift i sundur með plógum. Þorp spruttu upp svo að segja á einni nóttu, eins og gorkúlur. Brautir voru lagðar eins og og vefur yfir hana, og vélaniðurinn steig upp frá völlum og skógum eins og býflugnasuða. Með hverju árinu varð það sýnilegra, að þarna var að ræða um auðugasta hveitiland heimsins. En viðgangi hveiti-iðnaðarins fylgdu ýmiskonar vandamál. Þar á meðal flutningur, geymsla og sala á korni. Reisa varð kornhlöður við járnbrautar- stöðvar og hafnarstaði; járnbrautir urðu að gera ráðstafanir með flutning á hinum miklu hveitibirgðum til hafnarstaðanna, lög voru samin er stjórna áttu verzlunarrekstrinum o. fl. Bændur voru flestir efnalitlir og ekki færir um að leggja fram það fé er kornverzlunin heimtaði. Afleiðingarnar urðu þær, að fjáraflafélög risu upp í stórbæjunum og lögðu verzlunina undir sig. Þau reistu kornhlöður víðsvegar um slétturnar. Loks var kornkaupahöllin í Winnipeg sett á laggirnar (The Winnipeg Grain Exchange). En canadiskir bændur voru alls ekki ánægðir með þetta fyrirkomulag, né með verðið, sem félög þessi guldu fyrir kornið. Hínn mikli mismunur á verði er bændur fengi og því sem almenningur galt fyrir kornmatinn, vakti gremju hvarvetna um landið. Hveitiræktin varð að áhættuspili fyrir framleiðandann, er millikaupmenn og prangarar gátu hringlað með upp eða niður eftir eigin geðþótta. Upp úr aldamótunum voru samtök hafin meðal bænda til þess að halda verzluninni í sínum höndum. Kornsölufélög voru stofnuð til þess að sjá um geymslu og sölu á hveiti á sem ódýrastan hátt, svo arðurinn rynni sem mest í vasa framleiðandans. Meðan á ófriðnum stóð, tók stjórnin alla hveitiverzlun í sínar hendur, bændum til stórhagnaðar. Benti það á hversu bæta mætti verzlunina með óeigingjörnum samtökum. Þetta var þá aðdragandinn að stofnun Hveitisamlagsins 1923 og 1924. Árið 1928 skipaði Saskatchewanstjórnin opinbera nefnd til að rannsaka hveitiverzlunina í Canada. Nefndin safnaði upplýsingum frá öllum hliðum, og eftir tíu mánaða starf, lagði hún ítarlega skýrslu um málið fyrir fylkisþing- ið. 1 grein þeirri, sem getur um Hveitisamlagið stendur þetta: “Vér skulum stuttlega geta nokkurra þeirra ávinninga, sem Hveitisam- lagið hefir aflað, eftir því sem vér höfum orðið þeirra- varir. Þó það hafi ekki starfað nema 5 ára tima, ræður það nú yfir 55% allra korntegunda, er framleiddar eru í sléttufylkjunum. tJtbreiðslu þessari hefir það' náð án lagaþvingunar og eingöngu fyrir þá nytsemi er það hefir til að bera. Það hefir átt forgöngu að því að skapa markað fyrir vestanhveitið í Kína, Japan og fleiri löndum, og selt hveiti í 60 hafnarbæjum í Evrópu. Sökum þess það hefir haft ráð yfir svo miklu hveiti, hefir það getað fylgt reglubundinni söluaðferð er orðið hefir til þess að festa hveitiverðið. Það hefir verið og er áhrifamesta aflið til þess að koma fram lagasam- þyktum til hagsmuna fyrir bóndann, og er ekki eingöngu að geta The Cana- dian Grain Act í því sambandi, heldur og fleiri réttarbóta. Það hefir æft menn til opinberra framkvæmda. Það hefir vakið sjálfstæðistilfinningu og sjálfstraust hjá bændum i öllum viðskiftamálum. Það hefir dregið bændur saman til starfs og ráðagerða um verzlunar- aðferðir og viðskiftamál, framar öllum öðrum félagsskap.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.