Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Page 18
16
TÍMAKIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
TILTRÚ Á dögunum, er vér vorum að blaða í gamalli bók, komum vér niður á spakmæli, sem er sann-nefnd skær vísindaperla, en sem vér álítum að megi heimfæra sérstaklega upp á oss og verzlun vora: “Sá, sem öðlast hefir tiltrú Tekur við mikilvægu umboði.” Vér höfum áður getið þess í ritgerðum vorum að með því mesta, ef ekki hið allra mesta, í eigu Eaton’s, er TILTRÚIN sem félagið hefir öðlast í Vesturlandinu—tiltrú sem bygð er á sameigin- legri virðingu, er hvort hefir borið til annars, í meira en tuttugu og fimm ár. En sögunni er ekki þar með lokið. Því jafnframt því sem oss er ljóst dýrmæti þessarar tiltrúar, finnum vér til þeirrar ábyrgðarskyldu sem tiltrú þessi krefur af oss. Og þeirri ábyrgð tökum vér með alvörugefni, og leit- umst við að fullnægja henni út í yztu æsar. Verk það sem vér leggjum í það að ná öllu á sem hag- kvæmustu verði er heimsmarkaðurinn hefir að bjóða—hin stöðuga gæzla sem Rannsóknarstofa vor hefir á efnisgæðum alls sem vér höfum að selja—Eaton’s ábyrgðin sjálf—“Sé óánægja með vörurnar er peningunum skilað aftur”—lýsir að- eins að nokkru leyti, hinum staðfasta ásetningi vorum, að tiltrú sem sú sem Vesturlandið ber til Eaton’s og verzlunar aðferðar Eaton’s, skuli aldrei verða svikin. ^TvEATON C°uM1TE0
J