Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Page 25
Eftir Rögnvald Pétursson
Þá eru nú liðin 20 ár frá stofnun
“Þjóðræknisfélags íslendinga í Vest-
urheimi”. Margir þeirra manna er
tóku þátt í stofnun félagsins eru nú
horfnir af sjónarsviðinu og gengnir
undir græna torfu. Tekur nú líka
að fyrnast yfir sögu fyrri áranna og
þeirra tíma er félagið hóf göngu
sína. Það má því virðast viðeigandi,
að þessu sinni, að Tímaritið flytji
stutt yfirlit yfir þá sögu, og ekki
sízt vegna þess, að það hefir ekki
áður verið gjört. Fundargjörðir frá
undirbúningsfundunum, stofnfund-
inum og fyrstu tveimur ársþingum
félagsins eru til, en þær hafa hvergi
verið birtar. Verður við þær stuðst,
í því sem hér verður sagt, og svo
þær fréttir af starfi félagsins er
birtar voru á þeim tíma í blöðunum.
En áður en lengra er haldið, er
fyrst að gjöra sér grein fyrir hvern-
^g- ástatt var í þjóðfélaginu um þess-
ar mundir, þegar félagið komst á fót;
Því það hafði áhrif á afstöðu manna
gagnvart félagsmyndaninni, á þátt-
töku þeirra og orðalag og fleira, er
fram kom á fundum og í blöðunum.
Flest allir voru í hjarta sínu með
stofnun félagsins. íslendingar vildu
allir vera og voru, þrátt fyrir allt
sem á daginn hafði drifið, en þeir
báru ótta og ugg fyrir því, að við-
leitni þessi yrði misskilin og að þjóð-
flokkurinn myndi missa einhvers
við, í áliti sínu við hana. Þeir voru
ekkert fáir er svo hugsuðu.
Af hverju stafaði sá ótti og hvað-
an spratt sú skoðun?
Veraldarófriðurinn hafði staðið
yfir á fimta ár. En það átti svo að
heita, sem að honum væri lokið, er
félagsmyndunin hófst, með vopna-
hlés samningunum 11. nóv. 1918.
En áhrif hans voru ekki strax af-
rokin sem ekki var heldur von. Þessi
fjögur ár höfðu haft djúptæk og
lamandi áhrif á hugsunarhátt lands-
búa yfirleitt og gjörbreytt honum
frá því sem hann var 1913. Ýmis-
konar ófrelsi og einræði, frekja og ó-
jöfnuður höfðu gjört innreið sína í
þjóðfélagið. Horfin var sú lyfting,
það bjartsýni og glaðsinni, fram-
sókn og athafnafrelsi, er áður ein-
kendi tfélagslífið, og jafnan fylgir
landnámsárunum, — en í Vestur-
Canada stóðu þau enn yfir, og það
fram til stríðs byrjunar.
J fyrstu, er ófriðurinn brauzt út
gátu menn ekki gjört sér grein fyrir,
út í hvað væri komið. Blaðafregn-
um var ekki að treysta, þær létu sem
þetta yrði aðeins stundarél — eins-
konar Heljarslóðarorrusta — er
skjótlega tæki enda. Voru menn því
ókvíðnir, fyrsta sprettinn, en eftir
því sem styrjöldin drógst lengur, og
varð ægari og grimmari svarf hún
æ meir að canadisku þjóðinni, en þó
einkum Vesturlandinu, er af mann-
fæð sinni, hafði lagt til hlutfallslega
fleiri menn í herinn en austurfylkin.
Dauðinn seildist utan úr fjarlægð-
inni, inn á heimilin, hjó skörð í fjöí-
skyldu hópinn, er aldrei urðu fylt.