Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 26
2
TÍMAKIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Glaðværðin fór af. Skoðanir manna
breyttust, á öllum sviðum, í allar
áttir, gagnvart öllu. Þó munu áhrif
hinnar svonefndu “Upplýsinga
starfsemi” stjórnarinnar og undir-
tyllna hennar, blaðanna, hreyfi-
myndanna, hersöfnunarþjónanna,
hinna sjálfkjörnu “föðurlands
verndara” og vandlætara, ekki hafa
átt minstan þátt í þessari breytingu.
Tortryggni var sáð, millum þjóð-
flokkanna, jafnt innfluttra sem inn-
fæddra, er bygðu landið, en þó eink-
um gegn þeim er ekki voru af
frönskum eða brezkum stofni. —
Stjórnin tók sér alræðisvald, gaf út
flestar sínar fyrirskipanir utan
þings í valdboði ríkisráðs (by order
in council). Ekki var leyfilegt
opinberlega að finna að gjörðum
stjórnarinnar, því það var sama sem
að hnekkja framkvæmdum hennar í
þarfir stríðsins. Alt varð að miða
við stríðið, allir að “vinna fyrir
stríðið.” Konur sátu með prjóna, á
samkomum, við messu, í gestaboð-
um, í heimhúsum, í þarfir stríðsins.
Frægust samkeppni á prjónlesi
meðal íslendinga mun hafa verið
sú er efnt var til út í sýningargarði
Winnipeg-bæjar, að afstöðnum
ræðuhöldum, íslendingadaginn 2. á-
gúst 1917. Send höfðu verið um
40 sokkapör víðsvegar frá, og skyldi
dæmt um hver þrenn væri bezt.
Eftir að dómur var kveðinn upp,
voru verðlaunasokkarnir seldir við
uppboð af samkomustjóra, er það
ár var, Dr. B. J. Brandson. Var
fyrst boðið upp þriðja verðlauna-
parið. Hreppti það Árni lögfr. And-
erson og galt $5.00 fyrir. Þá var
annað verðlaunaparið borið upp og
hreppti Þorsteinn S. Borgfjörð
byggingameistari, fyrir $6.00. Nú
varj komið að því ágætasta er hlotið
hafði fyrstu verðlaun. Urðu nú
margir til að bjóða en að lokum
hreppti Arinbj. S. Bardal, útfarar-
stjóri það, fyrir $40.00.
Með margvíslegu móti var unnið
fyrir stríðið, en ekkert hrökk til. Alt
af þurfti fleiri menn, og er fækka
tók frambjóðendum lagði sambands-
stjórnin að lokum, seint í ágústmán-
uði 1917, herskyldu á landið.
Lögunum var andmælt, en ekk-
ert tjáði. Gekk meirihluti andstæð-
ingaflokksins (liberal flokksins) í
lið með stjórninni og var mynduð
einskonar samsteypustjórn. Nokkr-
ir eldri ráðgjafarnir voru látnir
segja af sér, en í þeirra stað skipað-
ir forkólfar úr hinum nýja sam-
bandsflokki. Ekki kváðust þeir þó
hafa skift um skoðun, heldur gefa
kost á sér til þessara embætta til
þess að fá þjóðina til að halda sam-
an, heima fyrir og á orrustu vell-
inum.
“Ganga varð hægt um gleðinnar
dyr og gá að sér.”
Voru þá samin ný kosningalög,
er trygðu það að allir yrði kosnir er
sóttu undir merkjum samsteypunn-
ar. öllum er innritaðir voru við
herinn, hvort þeir voru staddir
heima eða komnir út, var veittur at-
kvæðisréttur, og mátti skifta at-
kvæðum þeirra niður á kjörstaði í
landinu þar sem stjórnarsinni varð
í minnihluta. Stjórnin réði því
hversu það var gjört. Ekki var
búið að veita konum algengan kosn-
ipgarétt, en nýju lögin kváðu svo á,
að hver kona, er ætti föður, bróður,
son eða eiginmann í hernum skyldi
hafa atkvæðisrétt. Þá voru atkvæði