Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 27
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ 20 ÁRA
3
tekin af öllum þeim er borgarar
höfðu gjörst eftir 1902, er ættaðir
voru frá óvinalöndunum eða mæltu
á tungu óvinaþjóðanna. Kosningar
voru svo látnar fara fram 17. des.
s. á. og vann stjórnin frægan sigur!
Vopnaðir hermenn voru settir til að
&æta dyra við kjörstaðina og sjá
um að þeir einir greiddu atkvæði er
vétt hefðu til þess. Hefir kosning
bessi verið lí minnum höfð sem sú
óvirðulegasta er haldin hefir verið í
Canada.
f fyrstu höfðu Bandaríkin setið
hjá og ekki tekið neinn beinan þátt í
stríðinu. Að vísu höfðu margir
sjálfboðar þaðan, gengið bæði í
canadisku og brezku hersveitirnar,
eu þátttaka þeirra var ekki af hálfu
víkisins.
Forseta kosning og almennar
bingkosningar fóru fram haustið
1916 (7. nóv.). Kom þá í ljós að
^negn hernaðarandi var farinn að
grafa um sig hjá þjóðinni, einkum
1 stórborgum og iðnaðarbæjum
nusturríkjanna. Vesturríkin, svo að
segja öll, höfðu verið andstæð því að
bjóðin hefði nokkur afskifti af ó-
fviðnum. Keppinautur Wilson’s for-
seta, Mr. Hughes, hæstaréttardóm-
ari, lét það skiljast að hann myndi
Snnga í bandalag með samherjum,
næði hann kosningu. Fylgjendur
Wilson’s, tóku sér kjörorð meðan á
kosninga baráttunni stóð, “Hann
hefir haldið oss út úr stríðinu”, (He
has kept us out of the war), er álit-
ið er að muni hafa drjúgum stutt
yinsældir hans. En strax upp úr ný-
ari> er sátta og miðlunar tilraunir
hans voru að engu hafðar breyttist
aifstaða hans snögglega. Blöðin
fóru að ympra á því að Bandaríkja-
þjóðin gæti ekki setið hjá. Lét hann
að lokum undan þeim er hvöttu til
vígaferla. í febrúar mánuði kallaði
hann sendisveit Bandaríkjanna heim
frá Berlin en vísaði hinni þýzku úr
landi. Þann 6. apríl gefur hann þá
skipun til Congress að segja Þjóð-
verjum stríð á hendur.
Þetta var ekki fyrr gjört en að
öll þjóðin var komin í uppnám. Her-
skylda var lögð á um land alt, og
reið það undir Canada að fylgja því
fordæmi, eins og síðar varð og um
er getið. Hersöfnunar skrifstofur
risu upp á hverju strái, í bæjum og
borgum og öllum var lagt að skyldu
að gefa sig fram, er á herskyldu
aldri væri. Var nú “útlendingnum”
ætluð þegjandi þörfin ef hann sýndi
sig ekki auðsveipan en útlendingar
voru þeir allir hvort heldur þeir
voru innfæddir eða innfluttir, er
eigi báru brezk nöfn eða mæltu á
útlenda tungu. Eftirlit þurfti nú að
hafa með norður-miðríkjunum og
vestur-ríkjunum, er voru bæði, ung
og' bygð innflytjendum og afkom-
endur þeirra, frá norður Evrópu.
En nógir fengust til þess, “Volun-
teer Public Representatives”, sjálf-
boðnir fulltrúar þjóðarinnar!
Sú saga var sögð af skáldinu og
blaðamanninum norsk-ameríska Pet-
er Strömey (útgefanda tímaritsins
“Scandinavia”), er ferðaðist til
Noregs, rétt um það leyti sem stríð-
ið brauzt ut og sat svo, ófriðar-
teptur, rúmt ár á Norðurlöndum, að
þegar hann kom til baka aftur, flutti
hann fyrirlestur á nokkrum stöðum
í Norður Dakota um veru sína þar
fyrir handan. Lofaði hann lönd og
þjóðir að maklegu. Erindi þetta
flutti hann í Bismarck, höfuðstað