Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 28
4
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Dakotaríkis, — meðal annara staða.
Er hann lauk máli sínu, reis einn á-
heyrendanna upp úr sæti, hrósaði
erindinu fyrir að það hefði verið
fróðlegt en mælti svo: “Við skyld-
um ætla, að þið “úlendingar”, gætuð
gjört ykkur enn gleggri gi’ein fyrir
því, eftir að hafa víða farið, hve
þakklátir þið megið vera fyrir að
eiga hér griðland þar sem ykkur er
trygður friður, réttindi, frelsi og
öryggi, sem þið getið hvergi öðlast
annarsstaðar.” Peter horfði á mann-
inn um stund og segir svo: “Eg gjöri
ráð fyrir að þér séuð fæddur hér í
þessu landi.” Hinn kvað nei við en
sagðist hafa komið hingað fyrir 10
árum, frá brezku eyjunum.” Því
kallið þér mig þá “útlending”, sem
fæddur er í Oshkosh, Wisconsin, en
sjálfur megið þér heita nýgræðingur
hér í landi.” mælti Peter.
Þarna talaði einn “Volunteer Pub-
lic Representative”, einn sjálfboðinn
fulltrúi þjóðarinnar!
Spenningurinn steig hærra, æs-
ingin og ofsóknartilraunirnar uxu,
eftir því sem stríðið drógst meir á
langinn og mannfallinu sneri á
Bandaríkjaherinn, þó ekki kæmist
það í algleyming fyrr en síðla sum-
ars 1918. “Útlendingarnir” urðu
bókstaflegir óvinir hins skipulagða
þjóðfélags, að dómi þessara “Vol-
unteers”, eins og saga þessi sýnir,
sem einnig gjörðist í Dakota, en
hefði getað gjörst hvar sem var.
Þýzkur prestur, að nafni John
Fontano, í smábænum New Salem,
var kærður fyrir landráð. Hann var
búinn að vera 20 ár í landinu, þjón-
aði þýzkum lúterskum söfnuði, var
kvæntur amerískri konu. Blöðin
skýrðu svo frá réttarhaldinu: “Dóm-
ur var kveðinn upp 7. ágúst 1918, í
kærumáli gegn þýzkum presti er
Fontana heitir, af Hon. C. F. Ami-
don yfirréttar dómara (Federal
Court) í Bismarck, N. Dak. Prest-
ur var kærður fyrir að vera óþegn-
hollur, hafa prédikað á þýzku, og
lagt rækt við þýzka menningu. —
Prestur var dæmdur í þriggja ára
fangelsi. Dómaranum fórust þann-
ig orð:
“Tilgangur dóms þessa sem nú er
yfir yður feldur, er ekki eingöngu
sá að hegna yður fyrir landráð,
heldur líka að gefa öllum yðar líkum
til kynna, sem halda fram málefn-
um útlendra þjóða, að nú er sá dagur
upprunninn, er öllu þessu verður út
að rýma, og niðurbrjóta, og sá dag-
ur er nú kominn, er þér og ahir yðar
líkar verða að láta yður vaxa í hug
og hjarta sanna og ameríska sálu.
Þér sóruð þess dýran eið, að þér
skylduð veita Bandaríkjunum alla
hollustu og hlýðni við landsins lög.
Hver var þýðing þessa svardaga?
Hver önnur en sú, að þér með ein-
lægni og hreinum huga skylduð láta
með yður þróast og vaxa ameríska
sál í huga og hjarta.------
En hafið þér gjört þetta? Þér
hafið unnað og haldið fram öllu því,
sem þýzkt er. — Þér hafið prédikað
á þýzku, flutt bænir yðar á þýzku,
lesið þýzkar bækur, og blöð, og sung-
ið sálma á þýzkri tungu. Hver ein-
asta hugsun yðar er þýzk, og hver
einasta tilfinning hjarta yðar í öll
þessi ár (20) er þýzk. Líkami yðar
hefir verið hér í ameríku en líf og
sál á Þýzkalandi!-----—
Þegar stríði þessu er lokið og
frelsi mannfélagsins er aftur orðið
óhult í heimi þessum þá kemur