Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 29
Þ.TÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ 20 ÁRA
5
dagur dómsins. Þeir borgarar lands-
ins, sem fæddir eru í öðrum löndum
og stofnanir allar er með útlending-
um standa, verða kvaddar fyrir
dómstól þjóðveldis þessa. Sá dagur
er fyrir sjónum mínum líkastur hin-
um mikla dómsdegi. Á þeim degi
verður skilnaður gjörður milli sauð-
anna og hafranna. Hver einasta
stofnun, sem, hefir fengist við að
halda útlendingum við sem útlend-
ingum í landinu, verður að hverfa
frá þessu starfi eður hætta að vera
til. Hér þarf djúpt að skera en það
verður gjört. -------
Útlendar kirkjur og útlend blöð
verða aðal málin, sem út verður
gjört um, á þessum degi dómsins.
Rétturinn til þessara hluta verður
uðeins veittur um stundarsakir. —
í*á verður að endurskoða og rann-
saka til hlítar öll þessi útlendu
^irkjufélög. Og ekkert prentfrelsi
getur um óákveðinn tíma verndað
blöð og rit, á útlendum tungum, í
Bandaríkjunum. Ekkert frelsi get-
ur verndað nokkra kirkju eður blað,
Sem ekki gjörir sér alvarlega far um
að láta tímann verða sem skemstan
sem þeirra þurfi með.”
Svo mörg voru þessi orð. En ekki
^unu þau hafa verið þau einu, af
bessu tagi, sem úti voru látin. Norð-
menn og Svíar sættu átölum fyrir
að guðsþjónustur þeirra færu fram,
a móðurmáli þeirra. Það áttu helzt
eugir að ávarpa Guð nema á ensku.
^ð vera “tvíheitinn 'ameríkani”,
^era samtengt þjóðernis heiti,
(hyphenated American), eins og
dansk-amerikanskur, íslenzk-ame-
uikanskur o. s. frv., gekk næst því
að vera varasamur maður, í áliti
þeirra er töldu sig vera “hundrað
prósent” Ameríkana, hinna “sjálf-
kjörnu þjóðarfulltrúa”. Það varð
að hafa gát á þeim. Siðferðisinn-
ræti þeirra var af lægra tagi. Slag-
orðið var: “Eitt land, ein tunga, ein
þjóð, ein lög”.
í sjálfu sér var það heimskulega
tilfundið. Landið var eitt, lögm
ein, þjóðin sameinuð. En var það
þá tungan, hún var líka ein, en
samhliða henni talaðar flestar Norð-
urálfutungurnar og gat ekki hja
því farið, því fram á stríðsbyrjun
hélzt óslitinn innflutningsstraumur
inn til beggja ríkjanna, frá flestum
þjóðlöndum Norðurálfunnar. Slag-
orði þessu gat því eiginlega ekki
verið beint að öðru en hinum u
lendu” tungum er þurkaðar skyldu
út, meðan að löndin lágu undir her-
aganum - að “útlendingunum, er
svo aðeins gátu orðið “hundrað Pjo-
sent” ameríkanar, að þeir afklædd-
ust þjóðerni sínu og týndu tungu
sinni, á svipstundu.
Af tilslökun við þessar krofur,
voru svo guðsþjónustur í kirkjunum
færðar yfir á enska tungu, longu
fyrir tímann, því eldri kynsloðm, -
upphaflegu innfltyjendurnir hafði
hennar ekki not. Fór þa kirkjuhfið
víða á ringulreið. Þegar ekkx var
eftir annað en sértrúarkenningarn-
ar, til að halda fólki saman, losnaði
um tengslin og djúp var staðfest
milli hinna eldri og yngri er hefndi
sín geypilega síðar. Þegar búið var
að varpa frá sér tungunni, er varð-
veitti lífsskoðanir og siðferðisreyn-
slu þjóðabrotanna var andanum
glatað. Lögmáls kenningin ein söm-
ul, varð sára innihaldslítil og að-
haldslaus.