Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Side 30
6
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
öfgar þessar risu naumast jafn-
hátt í Canda eins og sunnan landa-
mæranna. Þó munu þær hafa verk-
að á skoðanir og framkvæmdir
þeirra manna er fyrir málum stóðu,
svo að búast mátti við olnbogaskot-
um, jafnvel frá hæstu stöðum, er
sýna áttu hið skilyrðislausa ákvörð-
unar-vald yfirþjóðarinnar í landinu.
Saga ein gjörðist á þessum tíma,
sem ekki er úr minnum liðin:
Um miðsumarleytið, 25. júlí 1918,
var send sveit ungra manna, sunn-
an frá Bandaríkjum norður til Win-
nipeg. Áttu menn þessir að sigla
frá Austur-Canada á orrustu völl,
en koma við í helztu borgum lands-
ins á austur leiðinni. Undirbúning-
ur var mikill í Winnipeg til þess að
taka á móti þessum ungu og mynd-
arlegu gestum. Áhorfendapallur var
reistur á Þinghúsflötinni, en þar á
vellinum áttu aðkomumenn að fylkja
liði, ganga umhverfis pallinn og
heilsa á hermanna vísu, fylkisstjóra,
stjórnarráðherrunum, og öðrum er
sæti áttu á pallinum. Prestum,
læknum, lögfræðingum og embættis-
mönnum bæjarins, var boðið að eiga
þarna sæti, meðan á athöfninni stóð.
Heilsaði fylkisstjóri, Sir J. A. M.
Aikins, gestum og mælti til þeirra
nokkur orð, jafn ört og þeir gengu
til sæta sinna. íslenzku prestarnir
voru þarna flestir, og mun Hon. T.
H. Johnson, er þá var dómsmála-
ráðherra hafa séð um að þeir væri
ekki eftirskildir, er boðsbréfum var
útbýtt. Er séra Rúnólfur Marteins-
son steig upp á pallinn, heilsar fylk-
isstjóri honum og segir: “Þér eruð
prestur, er ekki svo?, en látum oss
sjá, hvaða kirkju heyrið þér til?”
“Lútersku kirkjunni,” svarar séra
Rúnólfur vingjarnlega. “ó já, þér
eruð Þýzku trúarinnar”, segir fylk-
isstjóri, — sjálfur var hann meþó-
disti! ---------
Þannig var þá mannlífið stemt
þegar Þjóðræknisfélagið var stofn-
að.
II.
Hugmynd sú, að stofna allsherjar
félagsskap meðal íslendinga í Ame-
ríku, var ekki ný. Menn höfðu lengi
framan af árum naumast um ann-
að hugsað en að koma á fót ein-
hverskonar félagsskap, er orðið gæti
til þess að halda íslendingum sam-
an, svo að þeir tvístruðust ekki út
um álfuna eða týndust. Þannig varð
“Framfarafélagið” til í Milwaukee
1874, “fslendingafélagið” í Winni-
peg 1877 (6. sept.), og ótal fleiri fé-
lög, er risu upp þar sem einhver
hópur íslendinga var saman kom-
inn, en féllu svo að segja á sömu
svipan aftur, og urðu svo fremur til
sundrungar, en sameiningar. Or-
sökin fyrir þessu var sú, að í byrjun
var ekki leitað almennra samtaka
áður en farið var á stað, heldur var
hrapað að félagsstofnuninni, án
nauðsynlegs undirbúnings eða um-
hugsunar, er varð svo von bráðar
að engu.
Það var því sízt að furða, eins
og hugsunarhátturinn var úti í þjóð-
félaginu, þó mönnum segðist þungt
hugur um að gjöra nú enn nýja til-
raun til að stofna þvílíkan félags-
skap. Nóg var komið og tíminn
óheppilega valinn að sumir héldu.
Samt fundu allir til þarfarinnar, því
óðum þyngdist andrúmsloftið, sem
á leið svo að sjálfákvörðun og sjálf-