Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 32
8
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
vinna með gömlu nefndinni er hr.
Sigurjónsson gat um.
G. J. Goodmundson vildi vita
hvert hin umrædda nefnd hefði ekki
verið sjálfkosin, — sá enga ástæðu
fyrir því að hún hefði ekki starfað.
Friðrik Sveinsson kvaðst verið
hafa ritari hinnar umræddu nefnd-
ar. Sagði nefndina hafa lagt málið
yfir þar til eftir stríðslok, vegna
þess ímigusts sem nú væri á meðal
hérlendra, á félags-myndunum svo
kallaðra útlendinga.
J. J. Bíldfell kvað nauðsyn á
myndun þjóðræknisfélags á meðal
Vestur-íslendinga, — margt mætti
gjöra með öflugum samtökum. En
kvaðst algjörlega á móti slíkri
hreyfingu á meðan stríðið stæði
yfir. Allar slíkar hreyfingar lík-
legar til að verða hraparlega mis-
skildar af hinni canadisku þjóð.
Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, Sumar-
liði Sveinsson, tillaga. Að þessum
fundi sé frestað í 2 vikur, og sé
næsti fundur vel auglýstur.
Breytingar tillaga, K. J. Aust-
man, Vald. Magnússon. Að þessu
máli sé frestað til annars ágústs
næstk. og þá rætt á almennum fundi.
Breytingar tillaga við breytingar
tillögu, Sigurbj. Sigurjónsson, S. D.
B. Stephansson. Að málinu sé frest-
að þar til einum mánuði eftir að
friður er samin.
Aðal tillagan, að fresta fundi í
■tvær vikur, var samþykt. Þeir Th.
Johnson, Sigurbjörn Sigurjónsson
og Sumarliði Sveinsson voru kosnir
í nefnd til að gjöra nauðsynlegar
ráðstafanir fyrir næsta fundi.”
Svo að segja strax eftir að fundi
var slitið var lagt á samkomubann
í bænum; skólum og kirkjum var
Jokað, af heilbrigðisráði bæjarins,
vegna hinnar skæðu drepsóttar,
“spönsku veikinnar”, er fluttist til
bæjarins um það leyti með hersveit-
unum, er sendar voru heim. Féll
fólk unnvörpum. Gekk þá ekki á
öðru en jarðarförum. Það voru sig-
urlaunin!
Næsti fundur var því ekki boðað-
ur fyr en 7. jan. 1919. Undir fund-
arboðið rituðu Thórður Johnson og
Sigurbjörn Sigurjónsson. Meðan á
fundarbanninu stóð hélt Sigurbjörn
Sigurjónsson málinu vakandi með
ritgjörðum í “Heimskringlu” (hann
var þá prentari við blaðið), er hann
nefndi “Ljúfar raddir”. Skoraði
hann á almenning að láta vilja sinn
í ljósi og birti kafla úr bréfum er
honum bárust víðsvegar að.
Leið svo fram til fundarins. —
Komið var saman á þeim tíma sem
tiltekinn var í fundarborðinu (7.
janúar), og var fjölmenni. Frá
fundinum skýrir fundarskrifarinn á
þessa leið:
“Fundur kallaður til að ræða um
stofnun þjóðræknisfélags, haldinn í
Good Templars Hall, 7. jan. 1919.
Forseti fundarins kosin Th. John-
son.
Ritari fundarins kosin S. D. B.
Stephansson
Sigurbj. Sigurjónsson skýrði frá
að fundur hefði verið haldinn í Sam-
komuhúsinu Skjaldborg, 30. sept. s.
1., til að ræða um sama mál, en ekk-
ert verið útkljáð þar, og þriggja
manna nefnd kosin til að stofna til
annars fundar. (Þessir menn voru
þeir Th. Johnson, Sigurbj. Sigur-
jónsson og Sumarliði Sveinsson.)