Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 33
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ 20 ÁRA
9
Vegna fundarbanns þess er var sett
í bænum svo lengi, hefði ekki verið
hægt að halda fund fyr en nú.
Arngr. Johnson taldi þörf á að
kynna hérlendu fólki íslenzkar bók-
mentir með því að þýða það fegursta
og bezta á enska tungu. Var með-
^næltur stofnun íslenzks félags er
stjórnað væri í líkingu við hin al-
kunnu bræðra og líknarfélög þessa
lands.
Séra Rögnv. Pétursson, vildi að
stofnað væri alsherjar Þjóðræknis-
félag íslendinga. Það væri nauð-
vörn. En þýðingarlaust væri að
fara af stað nema samvinna fengist
við bygðirnar. Samtökin yrði að
vera einhuga og almenn, annars
væri viðleitnin dauðadæmd. Afstað-
an væri sú, vér yrðum annaðhvort
aÖ fljóta eða sökkva.
J- J. Bíldfell var áhugamál að fé-
lagið væri myndað. Vildi að það
Sæti haft deildir í öllum bygðum og
b&jum þar íslendingar búa. Vildi
ekki stofnsetja félag hér strax held-
Ur fyrst leita eftir hluttöku bygð-
a^na og vera í samráðum með þeim
í’á til stofunar kæmi. Lagði til að
nefnd væri kosin á þessum fundi
Þess að semja áskorun til ýmsra
málsmetandi manna og þjóðræknis-
ylr>a út um bygðir íslendinga bæði
1 Canada og Bandaríkjunum um
þeir kölluðu fundi hver 1 sínu
er'aði, helst á einhverjum einum til-
elcnum degi, og á þeim fundi kysu
eilndsreka er svo mættu á tiltekn-
Uni tíma á fundi hér í bænum. Á
,.elm fundi skyldi svo undirstaðan
undir félagsmyndunina.
Asni. Jóhannsson var eindregið
með að myndað væri Þjóðræknisfé-
a£ þrátt fyrir það að hann sæi
margar torfærur á vegi. Taldi mesta
þörf fyrir félagið hér í bæ, því hér
myndi íslenzkan eiga skemstan ald-
ur, ef dæma ætti eftir núverandi
ástandi meðal íslendinga hér. Var
með uppástungu Bíldfells um að
kjósa hér nefnd til að reyna að ná
samvinnu við bygðirnar. Vildi að
þá nefnd skipuðu 30 manns að
minsta kosti og þeir valdir úr öllum
hinum mörgu smáfélögum og flokk-
um meðal íslendinga hér í bæ. —
Uppást. maður gaf eftir að í nefnd-
ina skyldi kjósa 30 manns, og var
tillagan þannig studd af Ásm. Jó-
hannssyni.
Lárus Guðmundsson vildi strax
stofna félagið, sá ekkert grætt við
að bíða eftir þátttöku bygðanna.
Taldi íslenzkunni borgið hér í bæ
ef sterkur íslenzkur söfnuður tæki
að sér kenslu í íslenzku á sunnu-
dagaskóla. Aðrir vegir til viðhalds
málinu myndu reynast lítils virði.
Séra G. Árnason taldi ótækt að
bíða eftir undirtektum bygðanna í
þessu máli. Þörfin væri brýnust
hér, og hér ætti að vera miðstöð
þjóðræknislegrar hreyfingar, helst
stofnsett skrifstofa sem ætíð væri
opin og starfandi að viðhaldi ís-
lenzkrar tungu og íslenzkrar menn-
ingar, vildi að ársgjöld í félagið
væru höfð svo lág, að engin þyrfti
að fráfælast þessvegna.
Séra R. Marteinsson vildi að fund-
urinn ræddi meira um verkefni fé-
lagsins. Féllst á tillöguna með að
leita undirtekta bygðanna, því sú
tilhögun á stofnun félagsins væri
líklegri til góðs og varanlegs árang-
urs. Sagði í sumum bygðum vera
mikinn áhuga fyrir viðhaldi íslenzks
þjóðernis. Tók fram að hann teldi