Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Page 35
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ 20 ÁRA
11
Austmann, Gunnl. Jóhannsson,
Hjálmar Gíslason, séra Guðm. Árna-
son, Dr. Jón Ámason, Einar Pál
Jónsson, Mrs. F. Johnson, Mrs. J.
Gottskálkson, Mrs. Ingibjörgu Good-
mundson, Mrs. Th. Oddsson, Mrs. J.
B. Skaptason, Mrs. T. H. Johnson,
Thórð Johnson, Friðrik Sveinsson,
S. D. B. Stephansson, Ásm. P. Jó-
hannsson, Hon. Thomas H. Johnson,
Dr. B. J. Brandson.
Fundi slitið.”
Þrjátíu manna nefndin tók þegar
til starfa. Fyrsti fundur hennar
var haldinn í Jóns Bjarnasonar skóla
13. jan, þar sem hún skifti með sér
verkum. Þrjár nefndir voru kosn-
ar: 1. Ávarpsnefnd, er semja skyldi
ulmenna áskorun til íslendinga um
að stofna allsherjar félag til verndar
°g viðhalds íslenzku þjóðerni í
Ameríku. í nefndina voru kosnir:
Högnv. Pétursson, Jón J. Bíldfell og
Sigurbjörn Sigurjónsson. 2. Fyrir-
sPUrnar nefnd, er leita skyldi sam-
vinnu leiðandi manna í bygðarlög-
uuum. í nefnd þá voru kosnir: S.
B. Stephansson, 0. S. Thorgeirs-
s°n, frú Guðrún Johnson. 3. Upp-
kasts-nefnd, að stefnuskrá félags-
ms kosnir: Guðm. Árnason, Run-
élfur Marteinsson, 0. T. Johnson,
Th. S. Borgfjörð, Sig. Júl. Jóhannes-
son. Skyldu nefndir þessar leggja
tnam tillögur sínar fyrir aðalnefnd
aður en birtar væru. Ávarpsnefndin
°g Fyrirspurnanefndin luku bráð-
Jega starfi sínu, en Uppkastsnefnd-
lnni varð sein unnara, því upp á
^örgu var stungið sem stefnuskrá
^álagsins. Var “álit” hennar lagt
tyrir aðalnefndar fund nokkrum
sinnum áður en frá því var gengið,
eins og það ber með sér. Að lokum
var það samþykt með ýmsum breyt-
ingum og birt í blöðunum (Voröld,
25. febr., Hkr. 26. marz, með þeirri
skýringu, að óskað hefði verið eftir
að það yrði ekki birt fyrr en aðal-
nefndin hefði gengið frá því).
Við “Ávarpið” var lokið 27. jan.,
og það afgreitt af aðalnefndinni og
sent út um bygðir, (birt í Hkr. 12.
febr., Lögb. 13. febr). Var það á
þessa leið:
Ávarp til fslendinga í Vesturheimi
“Oft og mikið hefir verlð talað um
nauðsynina á að viðhalda þjóðerni
voru fslendinga hér í álfu, og er það
skiljanlegt, — þar ræðir um dýran
fjársjóð er vér, menn og konur, út-
flutt frá íslandi, eigum: menningu
þjóðar vorrar, þúsund ára gamla og
margreynda, — það veganesti sem
er aflvaki allra framkvæmda vorra
og manndóms í þessu nýja kjör-
landi voru. Þenna fjársjóð vitum
vér að vér eigum og þenna fjársjóð
viljum vér varðveita, oss til upp-
byggingar og þjóðfélaginu, sem hér
er í myndun, til þroskunar. Hann
er arfurinn er vér þráum að geta
látið hreinan og ómengaðan niðjum
vorum í þessu land í té, þegar vér
leggjumst til hvíldar; þeim til upp-
byggingar og landi þessu og lýð til
blessunar. Vér viljum afhenda
þeim tunguna — málið, “mjúkt sem
gull og hvelt sem stál,” er í sér fel-
ur hugsanaheim hins íslenzka þjóð-
lífs, frá hinni elztu tíð og niður til
vorra daga; er lýsir hinum norrænu
hugsunum, hinu norræna einstakl-
ings eðli, hinum norræna skilningi
á kröfum og tilgangi mannlífsins,
sem, að vorum dómi, er fullkomnari