Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 37
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ 20 ÁRA
13
rita. Auk þess gæti innifalist í verk-
efni félagsins:
(a) Að stuðla að því, að ís-
lenzk tunga verði kend við sem
flesta háskóla hér í álfu, er ís-
lendingar sækja, og að komið
verði á fót verðlauna sjóðum í
norrænum fræðum við þær stofn-
anir,
(b) að stuðla að samvinnu og
samhygð milli íslendinga hér í
álfu og þjóðarinnar heim,
(c) að efla þau framfara fyrir-
tæki, er orðið gætu íslendingum
til sæmdar, hér sem annarsstaðar.
Þessi tillaga vor um almenna fé-
lagsmyndun er ekki ný. Miklu
fremur má með sanni segja að hún
sé jafngömul landnámi voru í Vest-
urheimi. Hafa á ýmsum tímum og
vel flestum stöðum, þar sem íslend-
ingar búa, komið fram svipaðar
tillögur og jafnvel tilraunir ver-
i® gjörðar að stofna þvílíkan fé-
lagsskap. — Hefir þetta mál því
yerið eitt hið mesta og almennasta
áhugamál vort, þótt eigi hafi verið
gjörðar tilraunir til svo almennra
framkvæmda í 'þ>ví, sem nú er farið
fram á, og æskilegt hefði verið. En
yú, á síðustu tímum, hefir það feng-
nýjan og aukinn þrótt og áhugi
vaknað fyrir því meiri en nokkru
sinni áður. Til þess liggja margar
Wsakir, sem öllum eru Ijósar og eigi
Sjörist þörf að skýra frá. Hér í
Winnipeg hefir þegar nokkur byrjun
verið gjörð. Fjölmennur fundur var
haldinn hér 7 þ. m. og voru þar
allir einhuga með því, að æskilegt
væri að komið yrði á stofn, alls-
”erjar þjóðernisfélagi meðal fslend-
inga hér í álfu, og var þar samþykt
svolátandi tillaga:
“Að kosin sé 30 manna nefnd, er
vinna skuli að undirbúningi þess-
arar fyrirhuguðu félagsstofnunar
fram til almenns fundar. Skal
nefndin semja ávarp, er sendast
skal mönnum í hinum ýmsu bygð-
arlögum vorum hér í álfu, og með
því sé á þá skorað að gangast
fyrir fundarhaldi, hver í sinni
bygð, og með fundar atkvæði leita
álits þeirra, sem viðstaddir eru,
um stofnun þjóðernisfélags meðal
íslendinga í Vesturheimi. Falli
samþyktir með, skulu kosnir full-
trúar á fundum þessum, er mæta
skulu á almennum fundum í Win-
nipeg, er ræða skal um stofnun,
stefnu og fyrirkomulag þessa fé-
lags, og skal sá almenni fundur
vera haldinn svo fljótt, sem á-
stæður leyfa.”
Nefndin, sem kosin var, hefir þeg-
ar tekið til starfa. Formaður henn-
ar er séra Runólfur Marteinsson, hr.
Ásm. P. Jóhannsson féhirðir, séra
Guðm. Árnason ritari. Að tilhlutan
hennar og samkvæmt ofangreindri
tillögu er ávarp þetta samið, og eru
það tilmæli nefndarinnar, að þeir
menn, er veita kunna því móttöku,
gangist fyrir fundarhöldum á þann
hátt, er um ræðir í tillögunni, og
tilkynni svo ritara eða formanni hér
úrslit þeirra funda”.
Dagsett í Winnipeg, Manitoba, 27.
janúar 1919.
Runólfur Marteinsson,, Jón J.
Bíldfell, 0. T. Johnson, Sig. Júl. Jó-
hannesson 0. S. Thorgeirsson, Björn
B. Jónsson, Magnús Paulson, Sigur-