Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 38
14
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
björn Sigurjónsson, Hjálmar A.
Bergmann, Líndal Hallgrímsson,
Ingibjörg Goodmundson, Rakel Odd-
son, Aurora Johnson, Jóhanna G.
Skaptason, Thórður Johnson, Friðrik
Sveinsson, S. D. B. Stephansson,
Ásm. P. Jóhannsson, Thomas H.
Johnson, Brandur J. Brandson,
Rögnv. Pétursson, Thorst. Borg-
fjörð, Kristján J. Austmann, Gunnl.
Jóhannsson, Hjálmar Gíslason,
Guðm. Árnason, Einar P. Jónsson,
Jón Árnason, Guðrún F. Johnson,
Sesselja Gottskálksson.
Ávarpinu var tekið hið bezta út
um sveitir, fundir boðaðir og kosnir
fulltrúar á hið fyrirhugaða stofn-
þing er haldið skyldi í Winnipeg 25.
marz.
Kjörfundur Winnipeg íslendinga
var haldinn 18. marz og til hans
boðað með auglýsingu í blöðunum
(Hkr. 12. marz 1919). Á fundi þess-
um skilaði 80 manna nefndin af sér
og hafði þá lokið starfi. Kosnir
voru þessir 15 fulltrúar til að mæta
á stofnþinginu: Jón J. Bíldfell, séra
Runólfur Marteinsson, séra Rögnv.
Pétursson, Sigurbj. Sigurjónsson,
0. T. Johnson, S. D. B. Stephansson,
K. J. Austmann, séra Guðm. Árna-
son, Á. P. Jóhannsson, Friðrik
Sveinsson, E. P. Jónsson, Hannes
Pétursson, Mrs. F. Johnson, Dr. Jón
Árnason, 0. S. Thorgeirsson. Til
vara voru kosnir: Hjálmar Gíslason,
J. J. Vopni, Dr. Sig. Júl. Jóhannes-
son, Dr. Jón Stefánsson, P. S. Páls-
son, er allir skyldu eiga sæti á þing-
inu.
Þá var “Nefndarálitið” um til-
gang, starf og tilhögun félagsins
næst lagt fyrir fund, sérprentað.
Samþykt var að því skyldi vísað til
stofnfundarins. Eins og Nefndar-
álitið ber með sér, lögðu margir til
málanna, og átti það að því leyti
skylt við Heimdall að það var “níu
mæðra mögur”. Menn voru stór-
huga í þá daga. Alt var hægt að
gjöra þó af engu væri að taka. Til-
vonandi félagsstjóm hafði yfir engu
fé að ráða, nema fáeinum dölum, er
naumast hrukku fyrir stofnkostnaði,
er íslenzk félög í bænum gáfu til
fyrirtækisins. En svo eru orðin fyrst
til alls, og altaf má í huganum seil-
ast hærra en höndin nær. Er lögin
voru samin var “hliðsjón” höfð af
“álitinu” en ógjörlegt þótti að taka
það upp í heild. Olli það um stund
óánægju á stöku stað, að ekki skyldi
það vera tekið upp í lögin og félag-
inu skipða með lögum að búa í því
musteri sem ekki er með “höndum
gjört.”
Nefndarálit
Nefnd sú, er kosin var á fundi 30
manna nefndarinnar 13. jan. síðastl.
til þess að semja uppkast að stefnu-
skrá, fyrir væntanlegt Þjóðernisfé-
lag Vestur-íslendinga, leyfir sér að
leggja eftirfylgjandi álit og tillög-
ur fyrir nefndina til íhugunar og
umræðu:
I. Tilgangur félagsins
Tilgangur félagsins skal vera:
1. Að stuðla að því af fremsta
megna, að íslendingar megi verða
sem beztir borgarar í hérlendu þjóð-
lífi.
2. Að halda við íslenzkri tungu í
Vesturheimi eftir föngum meðal ís-
lendinga, sem hingað hafa flutt og
afkomenda þeirra.