Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Side 41
Um BJöirini
Eftir Agúst H. Bjarnason
Það er nú liðin hálf önnur öld,
síðan “spekingurinn með barns-
hjartað”, sem svo var nefndur,
fæddist í þennan heim,
Björn Gunnlaugsson er fæddur að
Tannstöðum við Hrútafjörð þann 28.
september 1788. Faðir hans var
Gunnlaugur bóndi Magnússon og
móðir Ólöf Bjarnardóttir. Gunn-
laugur þótti ágætur smiður og hinn
mesti hugvitsmaður. Kvað hann
hafa fundið upp róðrarvél og ýmsar
vélar aðrar, áhöld til að mæla veg
þann, sem farinn var, útbúnað til að
setja með báta, róðrarkarla o. fl.D
Sjálfur þótti Björn ómannblendinn
og hjárænulegur í æsku og að sjálfs
hans sögn talinn “ekki með öllu viti”
eða jafnvel “ofviti”. En brátt komu
hinar miklu gáfur hans í ljós. Sýndi
hann frábæra greind á allt það, er að
stærðfræði laut, og las snemma allar
þær fræðibækur, er hann fékk yfir
komist og nam allt þetta upp á eigin
sPýtur. Er mælt, að hann hafi
dregið flatarmyndir þær, er hann
var að gera sér grein fyrir, á leir-
ftög, með smalapriki sínu. Til bók
náms var hann settur hjá Gísla
Presti Magnússyni á Tjörn á Vatns-
nesi og síðar hjá Halldóri prófasti
Ámundasyni á Hjaltabakka; en frá
honum var hann útskrifaður af Geir
hiskupi Vídalín 1808 og stóð þá rétt
a tvítugu. En sökum ófriðarins
mhli Dana og Englendinga í það
mund, gat Bjöm ekki siglt til Kaup-
D Arbækur Espólíns, XI, bls. 133.
mannahafnar fyrr en 1817. Á síð-
ustu árum sínum hér heima kynnt-
ist hann þeim mælingamönnunum
Frisak og Scheel, er falið hafði ver-
ið að mæla upp og kortleggja strand-
lengju íslands og nam hjá þeim
undirstöðuatriðin í þríhyrninga-
niælingum, en hvort tveggja þetta
varð undirstaðan að landmælingum
Björns síðar.D
Fyrir atbeina ýmissa góðra manna
komst Björn til Kaupmannahafnar
1817 og tók þá að nema stærðfræði,
eðlisfræði og önnur náttúruvísindi.
Þegar árið 1818 og aftur árið 1820
vann hann verðlaunapeninga háskól-
ans úr gulli fyrir stærðfræðilegar
úrlausnir. En mjög þótti hann við-
utan og undarlegur í framkomu og
fóru af honum ýmsar sögur, er þó
allar lýsa barnslegri einfeldni og
hreinni sál, er þó frekar dvaldist í
annari veröld en þessari.
Laust eftir 1820 varð Björn
aðstoðarmaður hins nafnfræga
stjörnumeistara Schumachers við
landmælingar á Holtsetalandi. En
árið 1822 var stofnað nýtt kennara-
embætti við Bessastaðaskóla og var
Birni veitt það 14. maí s. á. Var
honum sérstaklega ætlað að kenna
þar stærðfræði, en auk þess ýmis-
legt annað, guðfræði o. fl. Með
flutningi skólans fluttist Björn til
Reykjavíkur 1846. Yfirkennari
skólans varð hann 1857, en lét af
1) Landfræðisaga Þorv. Thoroddsen,
m, bls. 269 o. s.