Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Page 44
20
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
neinu, sem gerðist í kringum
hann.”1)
Njóla kom út í fyrsta sinn í Boðs-
riti Bessastaðaskóla árið 1842; önn-
ur útgáfa, aukin og endurbætt, eink-
um að skýringum og tilvitnunum,
var búin undir prentun af Jóni Árna-
syni bókaverði í Reykjavík 1853, og
þriðja útgáfa óbreytt eftir 2. útg. í
Reykjavík 1884.
Um Njólu segir í Andvara-ritgerð
(eftir P. & B.) 1883, bls. 7—8:
“Njóla er allmerkilegur ritlingur og
mun eflaust verða lengst getið af
ritgerðum B. G. Hún er hið fyrsta
og allt til þessa hið bezta heimspeki-
rit á íslenzka tungu. Efnið er
reyndar eigi nema ein lítil grein
heimspekinnar, “um alheimsáform-
ið” (teleologia mundi) ; en íþrótt má
það kalla að útlista það með jafn
fáum orðum og gert er í Njólu og
þar á ofan í ljóðum. Útlendir heim-
spekingar komast sjaldan af með
minna til slíkra hluta en mörg bindi
og þau ósmá.”
Alt er þetta sannmæli um
Njólu. En þá virðist ekki lítils um
vert að kynnast kenningum þeim,
sem þar er haldið fram. Verða
menn þá um stund að hlíta leiðsögu
minni og forsjá. Eftir á geta þeir
svo lesið hana sjálfir og lagt sinn
eigin dóm á hana.
III.
Hugsum oss þá fyrst “spekinginn
með barnshjartað” vera á ferð síð-
sumars, eftir að dimmt er orðið, eða
á skafheiðri haustnótt, þegar ber-
lega sézt til Vetrarbrautarinnar,
þessarar megingjarðar himnanna.
1) Landfræðisagan, IV, bls. 320.
Hann þekti þar svo að segja hverja
stjörnu eða stjörnumerki, sem sýni-
legt er á himninum, og vissi, að
hver þessara stjarna, sem blikaði
ekki, eins og reikistjörnur vorar,
var sól í líkingu við vora eigin sól.
En umhverfis þessar sólir, hugði
hann, að fleiri eða færri jarðstjörn-
ur snérust í líkingu við' vora eigin
jörð. Og margoft hafði hann um
þetta hugsað. En nú beygir hann
höfuð sitt í auðmýkt og lotningu og
honum líður Ijóð af vör. Og ljóð
þetta verður að lofgjörð um al-
heimsmeistarann:
1. Meistard himna mikli þú,
mig þinn andi hneigi,
svo hugurinn nokkuð hugsa nú
um hátign þina megi.
2. Nú er fögur nætur-stund,
nú ber skrautið frána
þakið bláa’, er þandi mund
þín yfir höllu mána.
3. Lít eg sveima hæða-hyl
herinn alskínandi;
því vill hefjast hæða til
hugurinn lofsyngjandi.
4. Himinkóra háan söng
hann vill taka undir;
en þess lítil eru föng,
aftra bemsku stundir.
5. Meðan þessi ævin er,
eins og börn vér hjölum;
æðra mál þú ætlar mér
upp’ í dýrðar-sölum.
6. Hvílík tign er þessi þá
þig sem föður eiga;
hvílík von þig síðar sjá
með sælli gleði mega.
7. Þig að sjá um eilíf ár,
æ, þá von! sem hrekur