Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 45
UM BJÖRN GUNNLAUGSSON
21
grimma sorg, en gleðitár
geislum hvarma vekur.—
En nú vaknar stjörnuspekingur-
inn í honum. Setur hann sér fyrst
vort eigið sólkerfi fyrir hugskots-
sjónir og fer að mæla víðáttu þess
með byssukúlu, er hann hugsar sér
að þjóti með liðugum 100 faðma
hraða á sekúndu frá sólu Yrði hún
nærfellt 9 ár frá sólu til Merkúrs, 17
ár til Venusar, 40 ár til marz, 129 ár
til Júpíters, en um 500 ár til Úran-
uss, sem þá var yzta kunna stjarnan
í sólkerfi voru. Síðan hugsar hann
sér hin önnur sólkerfi himnanna,
hótt ekkert af þeim sjáist nema sól-
irnar, hinar sjálflýsandi stjörnur
himinsins, og loks það sólkerfi sól-
kerfanna, er vér nefnum Vetrar-
braut. Telst honum svo til sem vér
séum því sem næst í Vetrarbrautinni
miðri. Svo bendir hann loks á
bokuhnoðrana í henni, sem hann
með réttu gizkar á að vera muni, að
minnsta kosti sumar hverjar, eins
°g t. d. stjörnuþokan í Fjósakörl-
unum og í Andrómedubelti, aðrar
eun fjarlægari vetrarbrautir, sem
hó renni saman fyrir sjónum vorum
°g myndi í hinni óramiklu fjarlægð
aðeins smá-þokuhnoðra. En heild-
armyndin verður á þessa leið:
40. Áfram turglin öll í hring
um plátnetur ganga,
svo þær aftur sól í kring
sendast vegu langa.
41. Aftur kringum sólna sól
sólir i baugum renna;
sólna sóldr hærra hjól
himinrásum spenna.
Nú eru menn raunar komnir ofan
af þeirri skoðun, að nokkur alls-
herjar sólna sól sé til í Vetrarbraut
vorri. Hún yrði þá að vera svo stór
og þung, að hún bæri langt af öðr-
um stjörnum og sæist um heim all-
an. Alheimurinn er ekki neitt eitt
konungsveldi einstakrar allsherjar
sólar, heldur lýðveldi margra sólna
á mismunandi þroskastigi. Mynda
sumar þeirra sólkerfi út af fyrir
sig, en aðrar, og þær munu vera
miklu fleiri, mynda svonefnd tví-
stirni, þrístirni og fjórstirni. En
heilir hópar nærliggjandi sólna
mynda svonefnd sólhverfi, en sól-
hverfin öll eina sameiginlega vetr-
arbraut. Vetrarbrautirnar eru aft-
ur á móti heilar heimsálfur hér og
hvar í ómælisvídd alheimsins. Von
er, þótt stjörnuspekingnum ofbjóði
að lokum að kanna slíkt regindjúp
tilverunnar og segi:
47. ó, hve Guðs er veldi vitt,
vítt, svo neinn ei kannar,
eilíft kemur afgrunn nýtt,
afgrunn fyrra’ er spannar.
IV.
Nú þegar höfundurinn er búinn
að setja sér alheiminn fyrir hug-
skotssjónir, hafði heimspekingurinn
hugsað sér að setjast á rökstóla til
þess að íhuga, hvert vera myndi “al-
heimsáformið” með þessari geysi-
veröld og finnst honum þegar sern
það hljóti að vera “lífið og ódauð-
leikinn” (sbr. II, 58). En það sést
bezt á viðaukanum (í IV.. þætti),
sem höf. bætti við síðar, að honum
finnst sem gera þurfi fyrst grein
fyrir uppruna efnisins, uppruna
allra hinna efnisþrungnu himin-
hnatta, hringrás þeirra hvern um
annan, og loks því, hvernig ljósið