Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Side 49
UM BJÖRN GUNNLAUGSSON
25
í þeim ómælanlega alheimi og líka
hver eftir aðra um alla eilífð, ef
sérhver þeirra ætti að slokkna aft-
ur”:
76. Guð vorn anda’ ef ál'ramhald
ei fá seinna lætur,
röðulbanda reist er tjald
rétt til einnar nætur.
78. önýtt verk er útrunninn
ævispotti naumur;
sem afmáð skriftin ólesin
eða gleymdur draumur.
80. Ef lífið ekki að algjörleik
æðsti leiðir fingur,
hnígur dýrðleg vizkan veik
í vitskerðinga glingur.
“En”, segir hann, “hugmyndin
um algjörleikann bendir til, að lífið
&eti tekið á móti óendarlegri full-
komnun með óendanlegri eilífð. . .
Þar fyrir eru öll líkindi til, að lífið
komi einhvern veginn í ljós aftur,
tó það hverfi í dauðanum, og í þessu,
1 fullkomnun lífsins, er alheims-
áformið fólgið.” Því segir hann nú:
82. t>ó fái hrim við fjörvablund
fólginn muna kraftur
(sem kurl þá funa fela’ xun stund)
fram hann brunar aftur.
VI.
Vér komum nú að síðasta kaflan-
Uln, har sem siðfræði og trúar Njólu
höfundar gætir hvað mest. Þetta
meginkafli ritsins, allur III. kafli.
rá 83. erindi, aftur að 399. erindi
°£ mun réttast að líta fyrst á siða-
skoðun höfundar.
Eins og tekið hefir verið fram,
ftur höf. svo á, að einskonar lífs-
SÍmðing eða þróun hafi átt sér stað
frá dauða efninu til lifandi lífs, og
þaðan aftur til jurtar, dýrs og
manns, en hið æðra siðferðilega og
trúarlega líf kemur fyrst fram hjá
manninum:
194. Djúpan sváfum dúrinn vér,
dautt þá vorum efni;
vor að hálfu vöknuð er
vizkan af þeim svefni.
195. Hér af leti, heimskan blind
og holdsins tregða kemur;
heimsku fólgna sýnir synd,
og súta-hríslan lemur.
196. Hún skal vekja af heimsku blund,
hyggnir svo menn verði;
og hvetja ihdna lötu lund,
svo lífið kraft sinn herði.
197. Heimska, freisting, syndin, sút
er sannur pislarvegur;
en loks úr myrkri leiðir út,
í ljósið vizku dregur.
198. Freistingin, er nefndum nú,
notin sönn kann veita,
yfirheyrsla ættd sú
í æfing vizku heita.
199. ókennd gæði öngvan fá
örvað lysting beimi;
svipuna ills því meingi’ ei má
missa fyrst úr heimi.
200. Líkt sem borg í lofti’ ei má
laus frá jörðu hanga;
hvila gæðin illu á,
ef þau skulum fanga.
Eins og menn sjá telur höf., að
gæðin hvíli á því illa, en að hið illa
eigi að lemja menn áfram með svip-
um sínum til þess að vakna af
svefni heimskunnar, rata á veg
vizku og dyggðar og girnast það
eitt, sem gott sé.
En undarlega í stúf við þetta