Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Side 52
28
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
komnir og hólpnir á endanum. Um
þetta er Björn ekki myrkur í máli:
253. Ctskúfa guð engum kann
frá ætlunar settu merki;
ef þarf kasta hjólum hann
úr heimsins sigurverki.
254. Höfuðtilgang hygg eg þar
hegning aldrei vera,
heldur meðal menntunar
mann fullkominn gera.
258. Er það drottins ásett ráð,
sem alla veit fjársjóðu,
að eilíft skundi ítar láð
illu frá mót góðu.
265. Ef virðum hart til varúðar
væri ’ei refsað stundum,
orðin lögmáls ekki þar
akta þá vér mundum.
269. Að aðra leiði á undan guð,
en aðrir seinna fari,
eru svo ráðin ákvörðuð,—
áfram kemst sá skari.
274. Honum lízit um litla stund
lofa þeim að villast,
síðar rétta mun þeim mund,
er mega til að hyllast.
282. Ögnar hugsun 111 og sljó
að ætla föður hæða
með ásetningi og alúð þó
olbogabörn að fæða.
Til enn frekari áréttingar vitnar
Björn svo í trú kristinna manna og
annara og segir:
284. Sendingin þíns sonar nú
sýnir ást þá heita,
að einnig síðar ætlir þú
eftirskildra’ að leita.
322. trskúfunin ekki þá
almáttugum lyndir;
sjálfur drottinn öflin á
ótal sett í myndir.
338. Engan guð því ásakar,
við engan neitt hann metur;
hegnir lýð til lækningar,
með launurn styrkir betur.
364. Samt útkrefst til sælu fast,
að samvizku menn gegni;
á sig hver að ábyrgjast
eftir sínu megni.
367. Ef ótti bæði og áköllun
yfir menn ei dyndu,
fram að sinni fullkomnun
fara þeir aldrei myndu.
384. Hið illa hlýtur (eg svo skil)
einmitt lífið glæða;
vizku guðs eg vitna til,
vill sú heimi gæða.
396. Ei meir ræðir um það hér,
þó eymdir mæði hörðu;
lífið glæðir allt hvað er
um uppheim bæði’ og jörðu.
397. Mætti eg þína sífellt sjá
og signa dýrðar-iðju,
himin sælan hefði eg þá
í helvitinu miðju.—
Þannig hugsaði þá og reit sá mað-
ur, sem vér nú erum að minnast á
hálfrar annarar aldar afmæli hans,
einhver sá skrumlausasti, en víðsýn-
asti andi, sem vér höfum átt, stirð-
kvæður og bögumæltur, en innilega
barnslegur í trú sinni og svo víðsýnn
í hugsun, að hann sá lengra fram
en flestir samtíðarmenn hans.
Reykjavík, á Þorláksmessu 1938.
Ágúst H. Bjarnason