Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 57
FARANDSALINN
33
Eg fann það að lokum, að það
mundi vera viturlegast fyrir mig, að
steinþegja, og það gjörði eg. Og
átti eg þó bágt með það.
En þá er minst varði, heyrði eg
að sagt var í nokkuð dimmum rómi:
“Ungi maður, þú hefir nú sagt
drengnum svo margar kátlegar sög-
ur af íslendingum, að mér þykir nú
hlýða, að sögur annarar tegundar
séu sagðar af þeim. Eg kann eina
góða, og skal eg segja hana með
ánægju, ef menn vilja gjöra svo vel
°S gefa hljóð.”
Allir litu nú þangað, er maður sá
var, sem talaði. Hann sat út við
borðstokkinn þar sem skugginn var
mestur. Hann var að sjá mikill mað-
ur vexti og vel til fara. í andlit
hans sá eg ekki vel, vegna þess að
hann 'hafði barðastóran hatt á höfði.
En mér fanst, að eg hafa heyrt rödd
hans áður.
Já, fyrir alla muni segðu okkur
Sóða sögu af íslending,” sögðu
nokkrir í hópnum og þar á meðal
hinn glaðværi, ungi maður.
Og hinn dimmraddaði maður sagði
heim stutta sögu, þar sem hann sat
1 skugganum við borðstokkinn. —
Eann sagði vel og skilmerkilega frá,
að mér fanst, og talaði hægt og
stillilega. Allir virtust hlusta á
hann með mikilli athygli, einkum
hinn ungi gleðimaður. — Eg man nú
ekki nema aðal-inntakið úr sögunni,
°g er það á þessa leið:
Sumarið 1850 kom ungur íslend-
iugur á dönsku seglskipi til New
Y°rk, og varð þar eftir af einhverj-
ástæðum. Hann nefndist Erik
Eolt (eða Holtmann), og var vöxtu-
^gur og vænn sýnum með ljóst hár
°g blá augu. Hann fékk von bráðar
lífvænlega atvinnu hjá dönskum
kaupmanni þar í borginni,, komst
brátt í góð efni, kvæntist góðri konu
af sænskum ættum, bygði sér snot-
urt hús í útjaðri borgarinnar, eign-
aðist fljótt marga vini, og gekk
alt að óskum. — En þegar minst
varði, voru allar eigur hans teknar
af honum upp í skuld. Fáum var
það þó ljóst, á hvaða hátt hann
hafði lent í þeim skuldavandræðum.
En hvernig sem því var farið, þá
stóð hann eftir öreigi með konu og
tvö ungbörn, þegar skuldinni var að
fullu lokið. Húsið og lóðina og alla
innanhúss-muni hafði hann orðið að
selja, og jafnvel yfirfrakkann sinn.
Hann vildi alt til vinna, að ljúka
þeirri skuld. — Nokkru síðar fór
hann vestur til Californíu til að leita
gulls, og hepnaðist honum það vel.
Þar var hann í tvö ár. Og þegar
hann kom austur aftur, byrjaði
hann matvöruverzlun í allstórum
bæ í Pennsylvaníu. Hann komst
þar fljótt í gott álit, og honum gekk
verzlunin mætavel. Hann kom sér
upp skemtilegu heimili, setti börn
sín á æðri skóla, þegar þau höfðu
aldur til, gladdi margan fátækan,
lánaði fáum, og skuldaði engum.
“Mennirnir eru góðir,” sagði hann,
“en þeir gætu verið betri.” Það var
orðtak hans. Hann hafði jafnan
unga menn í þjónustu sinni. Ef ein-
hver þeirra kom ekki í tæka tíð í
vinnuna að morgni, þá var dregið
ögn af launum hans. En ef einhver
þeirra vann lengur á kvöldin, en
venjulegt var, þá fékk hann ávalt
ríflega aukaborgun. — Einu sinni
komu til hans tveir af helztu mönn-
um bæjarins í þeim erindum, að
biðja hann að vera með í því, að