Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Qupperneq 59
FARANDSALINN
35
son Eriks Holt að því, hver þessi
gestur hefði verið. En þeir fengu
aldrei að vita nafn hans. Alt, sem
sonur húsbóndans sagði þeim, var
þetta: “Þegar faðir minn var ungur
og átti heima í New York, þá kynt-
ist hann þessum manni og varð vin-
ur hans. En þessi maður kunni ekki
með fé að fara og lenti í botnlausum
skuldum. Bað hann föður minn einu
sinni, þegar hann var í mestu vand-
ræðunum, að ganga í ábyrgð fyrir
sig. Faðir minn varð við bón hans,
og veðsetti hús sitt og lóðina og
alla innanhúss-muni. Skömmu síð-
ar strauk þessi vinur hans til Can-
ada eða Mexico, og þá var alt tekið
af föður mínum, sem hann átti. En
nú kom þessi maður hingað til að
friðmælast við okkur. Og þið hafið
sjálfsagt séð, hvernig faðir minn
tók honum.”
Þannig er innihald sögu þeirrar,
sem dimmraddaði maðurinn sagði
þetta kvöld á skipinu. Og menn
hlýddu á með eftirtekt. Og þegar
sögunni var lokið, stóð maðurinn
upp 0g gekk hægt og rólega fram
þilfarið. Þá sá eg að hann var
euginn annar en Aron Hassan, far-
undsalinn, sem komið hafði til ný-
lendunnar á Mooselands-hálsum
sumarið áður. Hann var nú ekki
með skegg á vöngum og höku, og
hann var ekki í yfirhöfn. Hann
var í ljósgráum fötum, sem fóru
honum mjög vel. Ekki gat eg
greint, hvort hann þekti mig, en mér
virtist samt, að hann líta til mín
með köflum á meðan hann sagði
söguna.
Þegar hann var farinn frá okkur,
sagði einn af mönnunum:
“Er annars nokkur siðalærdómur
fólginn í sögunni, sem hann var að
segja, þessi þarna?”
“Það er nú rétt eins og hver vill
um það dæma,” sagði ungi maðurinn
gáskafulli, sem mér hafði þótt við
um kvöldið.
Og svo var ekki meira um það
talað. En mennirnir fóru aftur að
ræða um Winnipeg og Rauðárdalinn.
Daginn eftir ætlaði eg endilega að
reyna að hafa tal af Aron Hassan.
En eg gat það aldrei. Að vísu sá
eg hann stöku sinnum álengdar
frammi á skipinu, en fékk aldrei
tækifæri til að ávarpa hann. Og
þegar skipið kom til Duluth, gætti
eg að því, að hann var með þeim
fyrstu, sem stigu á land. Eftir það
sá eg hann aldrei. En eg hefi ávalt
borið hlýjan hug til hans.