Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 63
SHAKESPEARE Á ÍSLANDI
39
ríkur fylgir frumhætti með örfáum
undantekningum eins fast og unt er,
þó hættir hinu létta ljóðformi til að
stirðna í meðförum hans. Dæmi:
Pull fathom five thy father lies;
Of his bones are coral made;—
The Tempest, Act I., Sc. 2.
Á fimm föðmum þinn faðir bú
Fékk; að kóral verða bein.
Hér er rétt þýtt, en brotalöm í öðru
vísuorði. Sumt tekst Eiríki þó á-
gætlega með, eins og t. d. blessunar-
orð Juno og Ceres í IV. þætti, 1.
atriði:
Honour, riches, marriage-blessing,
o. s frv.
Heiður, auðsæld, hjúskapsblíða
Heilla-þroski langra tíða,
Eflist sífelt yndi meður!
Ykkur blessun Júnó kveður. o.s.frv.
Hér er skraut og íburður, sem Eiríki
tekst mjög vel með.
Þeir fyrirrennarar Eiríks voru
ekki svo, natnir að fylgja frumhætti
sem hann í ljóðunum. Þrátt fyrir
hina marglofuðu lipurð sína tekst
Steingrími sjaldan að fylgja frum-
hætti. Gott dæmi um það er vísan
úr Cymbeline, sem áður er tilfærð,
ásamt þýðingu Gísla. Og í ljóðun-
um í Lear fylgir hann ekki hætti í
tveim af hverjum Jþremur. Venju-
lega lengir hann línurnar. Svo t. d. í
Have more than thou showest,
Speak less than thou knowest. . .
(Act I., Sc. 4.)
sem verður:
Higðu meira en múgurinn leit,
^H^ltu færra en hugur þinn veit, . . .
alt annari hrynjandi og lengri
línu. Hinsvegar er vísa fíflsins (í
sama þætti) nær frumhætti og
sæmilega þýdd að öðru leyti:
Fools had ne’er less grace in a year;
For wise men are grown foppish,
They know not howtheirwits to
wear,
Their manners are so apish;
í þýðingu:
Svo bágt var oss fíflum ekkert ár
Við allri næringu töpum,
Þvf nú er í vitringum flónsku fár,
Svo flestir þeir líkjast öpum.
Oft þýðir Steingrímur vel, þótt
hann haldi eigi hætti, eins og t. d.
hundavísuna í III. þætti 6. senu:
Be thy mouth or black or white. . .
sem verður:
Hvort heldur svart eða hvítt er
þitt trýni.
Fallegar eru og þýðingarnar á hin-
um frægu ljóðum úr As you like it
(Act II. sc. 5. og 7.) sem hann kall-
ar “Skóglíf”:
Under the greenwood tree
Who loves to lie with me
And turn his merry note
Unto that sweet bird’s throat,
Come hither, come hither, come
hither!
Here shall he see
No enemy
But winter and rough weather.
í þýðingu:
Hver lágt und laufgum við
Vill leggjast mér við hlið
Og dilla hljóðum hám
Með jheiðafuglum smám?
Kom hingað, kom hingað, til hlíða!