Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Side 64
40
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
óvini hér
Þú enga sér
Nema vetur og veðrið stríða.
í næstu erindum “Næð, vetrarkólga!
næð” er hætti brugðið á viðlaginu,
en annars er það falleg þýðing.
Þá er komið að Matthíasi. í Mac-
beth eru það einkum galdra-þulur
nornanna í I. og IV. þætti og eintal
Hekötu í III. þætti sem til greina
koma, og er hætti víðast vel haldið
í þeim.
Dæmi úr þulunum (Act IV. sc. 1.):
Fillet of a fenny snake
In the cauldron boil and bake. . .
þýðing, hárrétt að formi:
Snák úr djúpri leðjulaut,
Látum verða hrærigraut.
En þar sem Matthías víkur frá
formi Shakespeares, þar bergmálar
hann íslenzkar þjóðvísur, t. d.:
Sec. Witch:
By the pi’icking of my thumbs
Something wicked this way comes.
Open locks
Whoever knocks!
þýðing:
2. norn:
Aðsókn illa’ eg finn,
Angrar þumal minn,
Hrökkvi’ upp hurð og slá!
Hver sem dyr ber á.1)
f Hamlet heldur Matthías allviða
hætti í ferskeytlum Hamlets (í III.
1) SvipaSur er háttur tröllskessauna í
sögunni af Gissuri á Botnum, Isl. þjóðs. og
æfintýri, I: 163:
Systir, ljáðu mér pott.
Það er ekki gott.
En hvað á að gjöra við hann ?
Sjóða i honum mann.
þætti) og Óphelíu (í IV. þætti) og
má til þess nefna vísu eins og
Hamlet:
Why, let the strucken deer go weep,
The hart ungalled play;
For some must watch, while some
must sleep:
Thus runs the world away.
(Act III., Sc. 2.)
þýðing:
Um skóginn hleypur hindin sár,
En hjörturinn leikur sér;
Einn hlær en öðrum hrynja tár
Sem heimsins gangur er.
En víða breytir hann hættinum,1)
og það stundum fullkomlega eins og
í þessu dapra stefi Ophelíu:
They bore him barefac’d on the bier;
(Act IV., sc. 5.)
Hey non nonny, nonny, hey nonny;
And in his grave rain’d many a tear:
Fare you well, my dove!
Þetta verður í þjóðkvæðastíl:
Á ibörunum þeir hann báru,—
Dim dim dó,
Og lauguðu leiðið tárum,
Og korriró.2)
Vertu sæl, dúfa!
Betri þýðingu er ekki vel hægt að
hugsa sér, og er hún þó hvorki orð-
rétt né bragrétt. En það er andi
frumkvæðisins sem heldur sér full-
komlega. Annað dæmi svipað er
þýðingin á stefi grafarans:
1) Þar sem Steingrímur jók samstöf-
um í hátt styttir Matthías stundum, eins
og í erindi Lucianus rétt á undan því sem
hér var tilfært.
2) Sbr. söguna um “Nátttröllið”, ísl.
þjóðs. og æfintýri I: 208—209.