Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 67
SHAKESPEARE Á ÍSLANDI
43
lína er lauslega þýdd, og á einum
stað (“dýki 15 álna” fyrir h e a 11 h s
(þ.e. bikara) five fathoms
d e e p) misskilur hann alveg frum-
ritið. En í heild sinni er þýðingin
ágæt.
En svo geta örðugleikarnir orðið
miklir, að ekki sé unt að sigrast á
Þeim. Dæmi um það er í skýrslu
Hóratiós um veðmál þeirra konunga
Noregs og Danmerkur. Þar segir
svo í frumtextanum Hamlet (Act I.
sc. 1.):
Hamlet (þ.e. Danakonungur) ....
Hid slay this Fortinbras; who by a
seal’d c o m p a c t,
Well r a t i f i e d by law and
heraldry,
Hid f o r f e i t, with his life, all
those his lands
Which hestood seizedof, to
the conqueror:
Against the which, a tooiety
competent
Was gaged by our king. . .
Hetta þýðir Matthías:
Hamlet. . . .
^ann Fortinbras, er samið hafði
samþykt
Hg innsiglað og öllum lögum
f ullgilt
i'iddarasiðum réttum, m i s t i því
^cð lífi sínu, lönd þau öll, er átti,
* sigurherrans hönd. Því kóngur vor
Hauð sama veð af sinni hálfu
í móti. . .
Hér er ekki rangþýtt. En auð-
kendu orðin eru úr (frönsku)
^gamáli, og hafa alt annan blæ á sér
eri samskonar ensk orð úr daglegu
En Matthías þýðir einmitt
orðum úr daglegu máli: 1 a n d s
which he stood seized of=
lands which he owne d=
“lönd, sem hann átti.” Hér hefði
átt við: “lönd sem honum höfðu
verið skeytt, með öllum þeirra gögn-
um og gæðum,” eða eitthvað á þá
leið í lagamáls-stíl. Það er eigi að-
eins að frásögnin tapi sér í þýðing-
unni, heldur missir líka Hóraz lærða
fjöður úr hattinum sínum, fjöður,
sem Shakespeare hefir eflaust ætl-
ast til að hann bæri.
Á dögum Shakespeares var laga-
málið mál í málinu. íslenzk tunga
hefir haft minna af slíku að segja,
en þó má minna á kansellístílinn
sem svipað fyrirbrigði. Kansellí-
stíll hefði því helst átt að sjást í
þýðingunni.
En úr því eg hefi minst hér á mis-
munandi stíltegundir, þá er bezt að
víkja að því, sem hver þýðandi verð-
ur eflaust að taka afstöðu til: hvort
þýða skal Shakespeare á því sem
nær nútíðarmáli, eða hvort reynt
skal að gefa í skyn fyrnsku þá sem
á hann hefur fallið í þrjár aldir.
Enskumælandi menn sjá hann ekki
öðruvísi en í þessu fornlýsi, að sínu
leyti eins og íslendingar finna
fyrnskubragð að sögum sínum, þótt
þær væri daglegt mál 13. aldarinnar.
Eg veit ekki, hvort íslenzku þýðend-
urnir hafa hugsað mikið um þetta
atriði, nema Indriði Einarsson: hann
tekur þann kostinn að þýða á sem
einfaldast mál, til þess að auðveld-
ara verði að leika. En yfirleitt hygg
eg að íslenzku þýðendurnir hafi
reynt að þýða Shakespeare eins og
samtímamenn hans skildu hann,
fremur en enskir nútíðarmenn; eg
held ekki að þeir hafi reynt að
fyrna þýðingarnar. Gott dæmi finst