Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Qupperneq 73
SHAKESPEARE Á ÍSLANDI
49
2] eftir Guðmund Björnsson (1864-
1936) landlækni. Þessij fjölhæfi
maður hugsaði meir um Ijóðaklið í
fornum og nýj um háttum en nokkur
annar samtíðarmanna hans. Það
sýnir bæði ritgerð hans um íslenzk-
an ljóðaklið og þá ekki síður ljóða-
kver hans Undir ljúfum lögum
(Rvík 1918), sem kalla má háttatal
tuttugustu aldarinnar á íslandi. Þar
birti hann líka “Spásögn Antons
yfir líki Cæsars” (Julius Cæsar Act
III. Sc. 1) (bls. 144—145). En til-
gang sinn með þýðingunni skýrir
hann svo: “Andargift Shakespeares
er heimskunn, málsnild hans er víð-
kunn, en bragsnild hans er lítt
kunn: Þýðingar bera engan vott um
neina rækt við þá miklu bragsnild
hessa brezka meistara, sem lýsir sér
í beztu leikljóðum hans, og — óhætt
að segja — fremur óljósan vott um
málsnild hans, um “mellifluous
Shakespeare” “the sweet swan of
Avon”. Samkvæmt þessu afneitar
Þýðandi með öllu hinni orðréttu ná-
kvæmni en lætur alt aðra nákvæmni
RItja í fyrirrúmi: hann vill gefa
‘lifandi eftirmynd af m á 1 f æ r i,
erðbragði, talsmáta höfundarins
(diction) og hann vill sýna kveð-
aadi höfundarins fullan sóma;
hýðingar-brotið er ávöxtur af all-
langri rannsókn á kveðandi Shake-
sPeares, og á hún að sýna dæmi til-
hreytninnar í frumhættinum, án
hess þó að binda sig línu fyrir línu
við hátt frumritsins.
Það er enginn efi á því að tilraun
Huðmundar hefir heppnast. Menn
lesi ræðu Brútusar í lausu máli og
lseðu Antons í lauskvæði:
Eg tala bert,
Eg tala um það, sem engum ykkar
dylst:
Sýni’ ykkur sár Sesars, þá hljóðu
munna,
Og fel þeim málstað minn: En væri’
eg Brútus,
Og Brútus Anton, þá myndi hann
Anton
Gera’ ykkur ærða, og orka því að
leggja
Sárum Sesars þau orð í munn, er
myndu
Hvern stein í Róm til rimmu vekja
og róstu.
Er skaði, að þýðandi skyldi eigi
birta leikinn allan, ef honum hefir
unnist tími að þýða hann. Snildin er
auðsæ, og þýðingin er hin sléttasta,
en fyrnskublær er enginn að henni.
Ræðu Brútusar, sem Guðmundur
Björnsson þýðir í lausu máli eins
og í frumritinu stendur, snýr Jónas
A. Sigurðsson í ljóð: “Vörn Brút-
usar. Úr “Júlíus Sesar” eftir Shake-
speare” (í Tímariti Þjóðræknisfél.
fsl. 1923, 5: 69—70). En þótt vel
sé ort, og stuðlar og höfuðstafir
bindi tvær línur að íslenzkum sið,
þá sýnir tilraunin, að ekki mundi
fært að nota þennan daktýlska hátt
til að snúa jömbum Shakespeares.
Hrynjandin verður altof vélgeng
til þess. Dæmi:
Heyrið með stilling þau rök er eg
ræði,
Rómverjar, samlandar, vinir og
menn!
2. En nú er komið að síðasta
Shakespeare þýðanda íslands; það
er Indriði Einarsson (1851—). Um
hann get eg vísað til ritgerðar hér