Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Side 77
SHAKESPEARE Á ÍSLANDI
53
Kvöldvökum (1928, 21: 35-44) und-
ir titlinum “Misgripin”. Eftir sömu
heimild hefir Lára Pétursdóttir
Þýtt “Kaupmanninn í Feneyjum”,
“Jónsmessudraum”, “Ofviðrið”, og
“Vetraræfintýrið” og gefið út í
bókarformi.1) Eftir titilblaðinu að
dæma mun vera von á meiru. Er
þetta þýtt fyrir börn og unglinga.
Að lokum má í stuttu máli drepa
á það, er til gagnrýni mætti telja
°g út hefir komið á íslenzku. Það
er hvorki margt né mikilsvert.
Minst hefir verið á kaflann í riti
Gríms Thomsen um Byron. Þá má
nefna stuttar athugasemdir, sem
Jylgdu þýðingunum á Lear konungi,
Macbeth (eftir Bodenstedt, þýzkt
skáld), Hamlet, og Storminum. Er
grein Eiríks kannske einna merk-
ust eins og 'hún er ítarlegust; hann
telur grundvallar-hugmynd leiksins
sigur vísindalegrar mentunar yfir
uáttúrunni, siðferðislegrar mentun-
ar yfir dýrslegu villings æði, og
sannrar mannúðar yfir “margvitru”
spiltra vélasnápa, sem af mentun-
hini hafi ekki þegið annað en ytri
þunna gyllingu, þó í hárri stöðu
standi.” Auðséð er á þessu að hann
telur persónur leiksins symbólskar,
°g svo gang leiksins; í því á hann
sammerkt við enska gagnrýnendur
a sama tíma. En hitt er og gaman
að athuga, að hann hefir heimfært
leikinn í huga sér upp á ástandið
heima á íslandi, eins og honum kom
það fyrir sjónir. Stormurinn var,
hans áliti, orð í tíma talað til
^umra “í hárri stöðu” heima þar.
t, ^ Shakespeare: Sögur. Þýtt hefir
-^tursdóttir eftir útgáfu Charles &
R fy Lamb. Með myndum eftir Arthur
f.. c^þam. i. bindi. Reykjavík, trtgáfu-
*• Fróði, MCMXXXIII, 141 bls.
Til gagnrýni mætti og telja margt
það er Matthías skrifar Steingrími
Thorsteinssyni um leikina, þótt
Ihann á einum stað segist aldrei geta
gagnrýnt, heldur en barn (2. maí
1871). Enda má segja að hann
gagnrýni ekki, hann dáir. “Dæma-
laus heros er sá maður [þ.e. Sh.]
Macbeth! Lear! Hamlet!” (29. apr.
1862). . . “ó, hvað dónarnir hjá
Shakespeare eru dýrmætir dónar!
. . . Þegar vofurnar hverfa þykir
mér ætíð yndislegast í Macbeth, því
þá er jafnvel blindum bersýnilegt,
að andskotinn er laus.” (30. mars
1867). “Gaman þætti mér — hér í
eymd og einveru, kulda og Kjalar-
nessulti — að fást við flögðin og
forynjurnar hans Shakespeares.
Feikilegur jötunn hefir sá maður
verið og þó svo fínn og “móderat”
og “útspekúleraður” og “delikat”!
(28. apr. 1869). Og þetta um Ham-
let: “Mikill guðlegur mórall er í
þeim sorgarleik. Mikill þrumulest-
ur er það yfir mannsins spillingu!
Þar er íronía, þar er húmor. Merki-
legt er hvernig Sh [akespeare] fer
með konur og kvennamóral, þ.e. skír-
lífið. Sá er siðavandur af alvöru.
— En Ihvað er eg að bulla um þetta,
óvitinn. Aldrei lærir maður auð-
mýktina betur, og að þekkja eymd
sína í siðferðil [egu] og gáfnal [egu]
tilliti en við fætur slíkra títana.”
(2. maí 1871).
Áður hefir verið getið greinar-
innar í óðni 1916 í tilefni af Shake-
speare-afmælinu. í þeirri grein er
sagt nokkuð af grein Georgs
Brandesar við sama tækifæri í Poli-
tiken, Khöfn. Önnur íslenzk blöð
austan hafs og vestan fluttu og
smágreinar út af afmælinu, þótt