Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Qupperneq 84
60
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
sem vér nú getum greint með fullri vissu þótt þróun hennar, á vissum
tímum, sé mjög hægfara, og hún orðið fyrir mörgum áföllum.1)
Samkvæmt minni skoðun viðurkendi Danmörk fyrir sitt leyti sjálf-
stæði íslands þegar við byrjun samninganna 1918, hún samdi við ísland
sem jafnréttháan aðilja. Fjögra manna nefnd hinna dönsku ríkisþing-
manna var skipuð af konungi; en fjögra manna nefnd hinna íslenzku
alþingismanna af Alþingi.
Áður en eg kem að hinu réttarfarslega efni sáttmálans, vil eg benda
á samskonar sambands-samninga milli ríkja, sem samkvæmt skoðun minni
eru hendi nær.
I. óskipulögð ríkjasambönd.
1. Bandalag ríkja. Þjóðréttarlegt, pólitískt samband milli ríkja,
stofnað með sáttmála án sameiginlegs ríkisskipulags.
2. Persónusamband. Þjóðréttarsamband milli ríkja, er byggist á
því, að svo vill til, að þjóðhöfðingi er hinn sami.2)
II. Skipulögð ríkjasambönd.
1. Landasamband, þjóðréttarsamband milli fullvalda ríkja með sam-
eiginlegum stjórnarvöldum. Löndin í slíku bandalagi eru hvert um sig
þjóðréttarlegir aðiljar. Til landabandalaga tel eg líka þau ríkjasambönd
(realunioner), sem byggjast á því, að þjóðhöfðinginn, vegna réttarfarslegs
samkomulags, er framhaldandi sá sami.
2. Sambandslönd, ríkisréttarsamband milli jafnrétthárra, ófullvalda
ríkja, sem öll í sameiningu mynda yfirríki. Ef það er fullvalda, stendur
það í þjóðréttarsambandi við önnur fullvalda ríki, en ef yfirríkið er ófull-
valda og þessvegna að sínu leyti annaðhvort sambandsríki bandaríkja eða
samveldis, þá stendur það fyrir milligöngu yfirríkis síns í þjóðaréttarsam-
bandi við erlend fullvalda ríki. Sambandsríki bandaríkja geta þó aðeins
staðið í mjög takmörkuðu þjóðaréttarsambandi sín á milli og við erlend
ríki.
3. Samveldi, ríkisréttarsamband milli yfirríkis, sem lagalega er
fulltrúi fyrir alt samveldið, og eins eða fleiri undirríkja, sem ekki eru öll
jafnrétthá og ófullvalda, og geta aðeins haft mjög takmörkuð þjóðaréttar-
sambönd sín á milli og við erlend ríki.
1) Herbert Kraus, Gedanlken ueber Staatsethos im internationalen Verkehr, Berlin
1926, bls. 170.
2) Eftir minni skoðun er persónusamband mögulegt milli fullvalda rikis og ríkis, sem
háð er erlendu valdi og ófullvalda, og einnig milli ófullvalda ríkja. Hvað snertir hin
fyrnefndu, keimst þjóðaréttarsamband á milli hins fullvalda ríkis og hins ófullvalda
fyrir milligöngu yfirríkis hins síðara; hvað snertir hin síðarnefndu, fyrir milligöngu
yfirríkisins eða yfirríkjanna. Persónusamband var t. d. mögulegt milli Svíþjóðar °S
stórhertogadæmisins Baden og milli þýzku bandaríkja, er voru konungsríki. Pef'
sónusamband milli fullvalda ríkis (t. d. keisaradæmisins Rússlands) og ófullvalda
ríkis, er var því háð (t. d. stórfurstadæmisins Finnlands), gat átt sér stað. PaU
mynduðu í heild samveldi.