Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Page 93
ÞJÓÐARÉTTARSTAÐA ÍSLANDS
69
lagði jafnframt áherslu á, að danski utanríkisráðherrann annast ekki
pólitísk mál fslands, það umboð, er ísland hefir gefið Danmörku, er til
takmarkaðs tíma, og uppsegjanlegt samkvæmt samningnum 1918. Því
að sem hvern annan þjóðréttarlegan samning, má afnema þennan samn-
ing með nýjum samningi milli ríkjanna.
Embættissvið íslenzka utanríkisráðherrans er að því leyti takmarkað,
sem allar fyrirskipanir, til danskra sendiherra og ræðismanna hvarvetna
erlendis, utan Danmerkur, eru gjörðar af danska utanríkisráðherranum,
nema öðruvísi sé ákveðið. Eftir að íslenzki trúnaðarmaðurinn í danska
utanríkisráðuneytinu hefir undirbúið þær, lætur danski utanríkisráðherr-
ann þær ganga til sendiherranna og ræðismannanna dönsku,1) Þetta mun
líka gilda fyrir þá ræðismenn, sem samkvæmt 7. gr. eftir ósk íslands verða
settir á þeim stöðum, þar sem Danmörk áður hefir engan sendiherra eða
ræðismann haft. Þessir síðastnefndu sendiherrar og ræðismenn munu —
þótt ísland beri allan kostnað á embættisfærslu þeirra — verða danskir em-
bættismenn, og skipun þeirra verður vafalaust meðundirrituð af danska
utanríkisráðherranum. f ákvæðum 7. gr. er þess ekki getið að hlutað-
eigandi embættismaður skuli vera íslendingur.
Hið sama er að segja um þá ráðunauta, sem setja má við núverandi
danskar sveitir og ræðismannaskrifstofur samkvæmt ósk íslenzku stjórn-
urinnar. Þeir þurfa heldur ekki að vera íslendingar, en verða aðeins “að
vera kunnugir íslenzkum málum”.
Hér er því ekki um nein dönsk-íslenzk utanríkismál að ræða, heldur
(dönsk og) íslenzk utanríkismál, sem Danmörk fer með, undir vissum
kHngumstæðum í umboði íslands.
ísland hefir til þessa aðeins við eitt tækifæri notað þenna rétt sinn,
til að setja sérstakan “ráðunaut” við sendiherra sveitir danskar. Árið
1934 skipaði danska utanríkisráðuneytið, eftir beiðni íslenzku stjórnar-
innar kunnan íslenzkan rithöfund, sem “ráðunaut” við dönsku sendisveitina
1 Oslo. Við sendisveitina hefir hann með höndum öll mál viðvíkjandi
íslandi. öll hans bréf og tilkynningar eru skrifuð á íslenzku og send
beint til stjórnarinnar í Reykjavík, og engin afrit eða þessháttar ganga
til Kaupmannahafnar. Ráðunauturinn ráðfærir sig fyrst við hinn
danska sendiherra og semur svo við hin norsku yfirvöld.2)
Við danskar sendisveitir eru báðir fánarnir dregnir á stöng — hinn
íslenzki og hinn danski.
)Islenzki stjómmálamaðurinn, Bjarni Jónsson frá Vogi, einn af fulltrúum alþingis
^1® samnLngagjörðina við Danmörku 1918, hefir skrifað grein um utanríkismál Islands
* Reykviska tímaritið “Dagrenning” (des. 1924), þar sem hann stingur upp á því, að
íaland skuli skipa sinn eigin utanríkisráðherra, sem við viss tækifæri, meðan dansk-
jslenzki samningurinn sé í gildi, vinni með danska utanríkisráðherranum og .gefi
h°num umhoð.
2) Acta Isl. Lundb., B, 1. August 1934, Vilh. Finsen.