Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Side 94
70
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Aðferðin við að gjöra íslenzka samninga er venjulega þessi — eftir
því sem íslenzki sendiherrann í Kaupmannahöfn, Sveinn Björnsson, hefir
sagt mér;1) íslenzka stjórnin ákveður að gjöra samning, dregur þá
danska utanríkisráðuneytið upp samninginn, og þegar íslenzka stjórnin
hefir samþykt orðalag hans, fær danski utanríkisráðherrann með kon-
ungsúrskurði, eftir beiðni íslenzka forsætisráðherrans eða á annan hátt,
umboð frá íslenzku stjórninni til þess að fullgjöra samninginn. Síðan er
hann í nafni íslands undirritaður af danska utanríkisráðherranum, eða
hlutaðeigandi sendiherra eða ræðismanni hjá hinu erlenda ríki. Þetta er
venjan við samningsgjörð alla eða gjörninga við erlend ríki önnur en
Danmörku.
Við önnur tækifæri t. d. þegar tollsamningurinn var gjörður við Spán
og kjöttollssamningurinn við Noreg, voru fulltrúar hinnar íslenzku stjórn-
ar látnir taka þátt í að undirbúa samningana er þvínæst voru undirritaðir
af hinum hlutaðeigandi dönsku embættismönnum í nafni íslands.2 3)
íslenzka stjórnarskráin ákveður, að konungurinn gjöri samninga við
erlend ríki að fengnu samþykki alþingis.3)
ísland getur líka samið við útlönd án danskrar milligöngu, því í 7. gr.
samningsins 1918 stendur: “Ef stjórn fslands kýs að senda úr landi sendi-
mann á sinn kostnað, til þess að semja um sérstök íslenzk málefni, þá er
það heimilt í samráði við utanríkisráðherra” (hinn danska). í skýringu
við þetta atriði segir, að þetta ákvæði sé “ekki því til fyrirstöðu, að þegar
sérstaklega brýn nauðsyn ber til, og ekki á svipstundu er unt að ná til
utanríkisráðherra, þá getur íslenzka stjórnin sé hún neydd til að gjöra
ráðstafanir gjört þær, eins og þegar hefir átt sér stað á tímum heims-
styrjaldarinnar”; þó sé það bundið því skilyrði, að danska utanríkisráð-
herranum verði svo fljótt sem unt er skýrt frá öllum slíkum ráðstöfunum.
Þessir samningafulltrúar, sem þannig geta verið skipaðir til langvarandi
embættisstarfa, eru íslenzkir embættismenn, og standa beint undir ís-
lenzku stjórninni. ísland hefir þegar í mörg ár haft sérfræðing í fiski-
málum sem fulltrúa á Spáni og ítalíu með aðalaðseturstað í Barcelona.
Ef ísland vill gjöra samning við erlent ríki, er ekkert því til fyrir-
stöðu, að konungur íslands (íslenzka stjórnin) sendi samninganefnd þang-
að — líkt og tíðkanlegt er í alþjóðlegum viðskiftum.
Samningar milli Danmerkur og annara landa, er gjörðir hafa verið
fyrir 1918 og hafa verið birtir, eru að svo miklu leyti, sem þeir taka til
íslands, gildandi fyrir það, (samningur 1918, 7. gr.).
ísland hefir frá 1918 til 1934 gjört nálægt 20 samninga í það heila
1) Acta Isl. Lundb., B, 4. sept. 1928, Sveinn Björnsson.
2) Einar Amórsson, Völk. bls. 79.
3) Stjórnarskrá konungsríkisins Islands 1920, 17. gr.