Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Page 95
ÞJÓÐARÉTTAKSTAÐA ÍSLANDS
71
(sumpart verzlunarsamninga, sumpart samninga um gjörðardóma í þrætu-
málum), við Bandaríki Norður-Ameríku, Danmörku, Finnland, Stóra-
Bretland, Noreg, Svíþjóð og Spán. ísland hefir samþykt Kellogg-Briand
samninginn og hefir tekið þátt í fjölda alþjóðlegra samninga af ýmsu tagi.
Síðasti samningurinn var gjörður við Spán um síldarverzlun 1934.
Það leiðir af því, sem fyr er sagt, að utanríkismál íslands geta verið
alveg fráskilin utanríkismálum Danmerkur. Hér mætti færa fram nokk-
yr dæmi. Þegar samið var í Haag 1931 um breikkun á landhelgi frá 3 upp
1 4 sjómílur, greiddi íslenzki fulltrúinn atkvæði með því, en hinn danski á
»ióti. ísland hefir lýst ævarandi hlutleysi sínu (samningur 1918, 19. gr.),
svo ef Danmörk skyldi lenda í stríði, þá nær það ekki til íslands. Danmörk
gekk 1 Þjóðabandalagið 1920, en ísland stendur ennþá utan við það.
Við ýms tækifæri hefir það komið til mála, að ísland gengi í Þjóða-
bandalagið.D Árið 1919 tilkynti ísland Þjóðabandalaginu, að það hafi
engan her og lýsi hlutleysi sínu. Jafnframt gjörði það fyrirspurn um,
hvort þetta hindraði inngöngu þess í Þjóðabandalagið. í svari Þjóða-
bandalagsins er það tekið fram, að þetta sé engin hindrun.2) Þó hefir
^sland ekki ennþá sótt um upptöku. Málið var rætt á alþingi; en sam-
homulag náðist ekki um það, og var það þá látið falla niður og ákvörð-
Unum frestað, m. a. af fjárhagslegum ástæðum. Menn voru hræddir um,
að kostnaður yrði miklu meiri en hann, eins og síðar kom í ljós hefði í
rauninni orðið. Enn hefir engin ákvörðun verið tekin í þessu efni3>
Ásgeir Ásgeirsson forsætisráðherra hefir tjáð mér það bréflega að
eftir hans áliti muni þess lengi að bíða, að ísland gangi í Þjóðabandalagið.
®em ástæðu fyrir því færði hann fram, að fjárhagsástandið yrði fyrst að
hatna, áður en ísland gæti tekið að sér þau útsvör, er fylgdi því að standa
1 Þjóðabandalaginu.4)
ísland hefir þó tekið þátt í fundum nokkurra nefnda Þjóðabandalags-
lns> sem því hefir verið boðið að taka þátt í.
Sem dæmi samninga milli fslands og erlendra ríkja má nefna samn-
*ngana við Spán, Danmörku og Svíþjóð. Hinn fyrstnefndi er saminn á
ronsku5) (traite de conciliation, de reglement judiciaire et d’ arbitrage
entre l’Islande et l’Espagne) og byrjar á þessa leið:
)Málið hefir verið vandlega athugað. I umboði stjórnarinnar dvaldi dr. Bjöm Þórð-
r s“n 1928 um tíma í Genf og hirti grein sína umþað í “Andvara”. M. a. hafði hann
að t málið við aðalritarann Sir Eric Drumond, er var fyrir sitt leyti þess hvetjandi
laland gengi i Bandalagið. Skoðanir hans voru birtar í blaðinu “Dagur” á Akur-
gl*?. (janúar 1930) og ræddar þar. Einar Arnórsson skrifaði, í desember 1930, fræð-
m grein um málið í Reykjavíkurblaðið “Morgunblaðið” (Acta Isl. Lunb., A, hluti
’ 47, 89) og aðra í ársrit háskólans fyrir árið 1932—1933.
)Einar Amórsson, “Þjóðabandalagið”, í “Skimir”, Reykjavík 1931, bls. 108.
19^)Cta Isi' Luil<n)-» B» 1928, 5. mars, Sveinn Björnsson; 1930, 24. sept. Jón Dúason,
“l, 19. des., Erik Scavenius, 1934, 27. júlí, Sveinn Bjömsson.
Acta Isl. Lundb., B, 1932, 1. sept. Ásgeir Ásgeirsson.
artuúngar um jöfnun deilumála með dómi og gjörðardómi milli Islands og Spánar.