Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Qupperneq 97
ÞJÓÐAKÉTTARSTAÐA ÍSLANDS
73
Til þess má hafa sendiherra og ræðismann. Danmörk hefir sendiherra í
Reykjavík, og ísland hefir sendiherra í Kaupmannahöfn. í öðrum löndum
hafa ekki verið útnefndir ræðismenn af íslands hálfu.1)
Danski sendiherrann í Reykjavík er útnefndur af konungi með með-
undirritun danska ríkisráðherrans. Það mun vera afar sjaldgæft, að
forsætisráðherrann en ekki utanríkisráðherrann, meðundirriti skipun
sendiherra eða slíkra fulltrúa. Þetta mun eiga rót sína að rekja til
hinnar röngu skoðunar Dana á því að utanríkisráðherrann sé sameigin-
Rgur fyrir Danmörk og ísland, og afstaðan hin sama og var á millum
Svía og Norðmanna á tímum sænsk-norska ríkjasambandsins 1814 til
1905. Danski utanríkisráðherrann er einungis danskur embættismaður;
hann hefir, eins og áður er sagt, aðeins umboð frá íslandi, til að hafa á
hendi meðferð vissra íslenzkra mála, er íslenzka stjórnin ákveður. — Að
íslenzki sendiherrann í Kaupmannahöfn sé útnefndur með meðundirritun
íslenzka forsætisráðherrans, er aftur á móti alveg eðlilegt, þar sem hann
er sá íslenzkur ráðherra, er ber stjórnskipulega ábyrgð á utanríkismálum
lslands, og fyrirskipanir um þau mál koma beint frá honum.
Embættisbréf fyrsta danska sendiherrans á íslandi, sem hann fékk
forsætisráðherranum í hendur 16. ágúst 1919, í opinberri heimsókn hjá
forsætisráðherra, hljóðar svo:
Herra Forsætisráðherra!
Hérmeð hefi eg þann heiður, að tilkynna íslenzku stjórninni og yður,
að sá, er ber yður bréf þetta, Herra Johannes Erhardt Böggild, riddari
Hannebrogsorðunnar, hefir þ. 4. ágúst 1919 eftir uppástungu minni, sam-
kvæmt 15. gr. hinna dansk-íslenzku sambandslaga, verið útnefndur af
hans hátign konunginum sem fulltrúi dönsku stjórnarinnar á íslandi með
umboði sendiherra hjá íslenzku stjórninni. Eg bið yður að veita Herra
^öggild öll þau réttindi og fríðindi, sem fylgja stöðu hans.
Um leið og eg læt í ljósi ánægju mína yfir því, að sjá þau þjóð-
1-ettarsambönd komast á á milli landanna, sem sambandslögin hafa lagt
Srundvöllinn að, vona eg, að hér sé fundið áhrifamikið ráð til þess að
styrkja vináttuna milli þjóðanna, og eg er sannfærður um, að Herra Bög-
^úd mun skoða þetta sem tilgang embættisfærslu sinnar. Eg er sann-
ærður um, að hin íslenzka stjórn muni taka á móti þessum fyrsta danska
uHtrúa með fullu trausti og muni sýna honum fulla samúð, er hann snýr
e^' Ul;der skrifar bls. 217, að það leiði af 7. gr., að Island geti ekki útnefnt sendiherra
s°a alræðisnrann í Kaupmannahöfn. Hann álítur, að formaður hinnar dönsku sendi-
stfft r ’ Reykjavík, og hinnar íslenzku i Kaupmannahöfn, hljóti því, að nefnast
in^rnarfuUtrúi eða eitthvað þessháttar. Þessi skoðun, ritara hinnar dönsku samn-
sarnnefndar’ er sönnun þess, að dönsku fulltrúarnir hafa á vissan hátt misslkilið þann
vij?nin&> sem þeir sjálfir stungu upp á, að gjörður yrði. Skoðun Funders var líka
1 að vettugi, með því, að danskur sendiherra var skiipaður í Reykjavik.