Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Side 101
ÞJÓÐARÉTTARSTAÐA ÍSLANDS
77
Sjöld”.D Rökfærsla hans er í hæsta máta einkennileg, því — eins og
hann sjálfur segir — þá er það sjaldgæft, að nýtt ríki, sem myndað er út
úr landssvæði annars ríkis, sleppi alveg við það, að taka á sig hluta ríkis-
skuldanna. Sú staðreynd, að ísland í samningnum 1918 þurfti ekki að
skuidbinda sig til að greiða þann hluta hinna dönsku ríkisskulda, er svar-
aði til fólksfjölda þess, sannar frekar en hitt, að ísland var engin “ósjálf-
stæð hjálenda” heldur sjálfstætt ríki, sem Danmörk þegjandi viðurkendi
a þenna hátt. En aðal ástæðan var sennilega sú, að báðir aðilar óskuðu
að komast að einhverri niðurstöðu og vildu ekki eiga á hættu að alt
strandaði á f jármálaágreiningi er lengi hafði legið við borð.
§6. Dansk-íslenzka nefndin og gjörðardómsnefndin.
16. gr. samningsins 1918 ákveður: “Stofna skal dansk-íslenzka ráð-
&jafarnefnd, sem í eru að minsta kosti 6 menn, annar helmingur kosinn
af ríkisþingi Danmerkur og hinn helmingurinn af alþingi fslands. Sér-
kvert lagafrumvarp, sem varðar nánari meðferð mála þeirra, er um ræðir
1 sambandslögum þessum, og lagafrumvörp um sérmál annarshvors ríkis-
lris sem einnig varðar hitt ríkið og stöðu og réttindi þegna þess, skal hlut-
aðeigandi stjórnarráð leggja fyrir nefndina til álita áður en þau eru lögð
•fyrir ríkisþing eða alþingi, nema það isé sérstaklega miklum vandkvæðum
ðandið. Nefndinni ber að gjöra tillögur um breytingar á þeim frumvarps-
akvæðum, sem hún telur koma í bága við hagsmuni annarshvors ríkisins
epa þegna þess. Nefndin hefir ennfremur það hlutverk, annaðhvort eftir
^ilinælum stjórnanna eða af eigin hvötum að undirbúa samning laga-
rumvarpa, er miða að samvinnu milli ríkjanna og samræmi í löggjöf
Þpirra, og að taka þátt í samvinnu um sameiginlega löggjöf á Norður-
londum.
Nánari fyrirmæli um tilhögun og starfsemi nefndarinnar setur kon-
ungur eftir tillögum frá stjórnum beggja landa.”
Knud Berlin kallar dansk-íslenzku ráðgjafarnefndina sameiginlega
sl°fnun (organ),2) þ. e. sambandsstofnun en það er rangt. Nefndin er
Wóðréttarlega samninganefnd og ekkert annað. Á þeim grundvelli getur
hún verið til mikils gagns,3) en hún er aðeins ráðgefandi og hefir engan
relt til að veita ákvæðum sínum lagagildi. Þar að auki eru aðeins stjórn-
uufrumvörp lögð fyrir nefndina, og þó ekki einu sinni altaf, því, þegar
hao ekki er miklum vandkvæðum bundið” — orð sem má leggja út á
^Uarga vegu — er það ekki nauðsynlegt. Einka frumvörp þarf ekki að
3)EnUd Berlin> Forb- bls- 98- 2)Knud Berlin, forb. bls. 35.
íaj6^ er alveg1 á sama máli og meirdhluti nefndar þjóðarþingsins, er telur dansk-
nefndina geta aukið “nytsama þekkingu og eflt norræna einingu.”