Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Side 103
ÞJÓÐARÉTTARSTAÐA ÍSLANDS
79
Gjörðardómur sá, er stofnaður var samkvæmt 17. gr. samningsins
1918 er milliríkjagjörðardómur til að jafna deilur, er kunna að rísa milli
hinna tveggja fullvalda ríkja. í honum eru 4 menn kosnir af æðstu dóm-
stólum landanna, 2 af hvorum, Ef ágreiningur skyldi rísa um skilning
á ákvæðum sambandslaganna, sem stjómirnar geta ekki jafnað með sér
þá skal skjóta málinu til þessa gjörðardóms, sem sker úr ágreiningnum
og ræður afl úrslitum. Ef atkvæði eru jöfn, skal úrskurður falin odda-
manni, sem samkvæmt 17. gr. sænska og norska stjórnin skipa á víxl.
Eins og fyr greinir gildir þessi aðferð einungis um túlkun sambands-
laganna. Ef einhver deila annars efnis kynni að rísa milli ríkjanna, sem
ekki yrði jöfnuð með fulltrúa samningum, hafa þau auðvitað rétt til að
kjósa hvaða gjörðardómara sem þau vilja.D
Árið 1930 gjörði ísland samning við Danmörku, Noreg og Svíþjóð um
friðsamlega lausn allra deilumála (sbr. §5.). Samningarnir voru allir
nærri því samhljóða. Réttardeilum, sem rísa milli ríkjanna og heyra undir
þau mál, sem nefnd eru í 36. gr. 2. atriðis ákvörðunarinnar um milliþjóða
dómstóla, og ekki er hægt að útkljá með milligöngu sendiherra, skal
samkvæmt ákvæðum fyrnefndrar ákvörðunar vísað til milliþjóða dómstóls.
Samningaðilarnir skuldbinda sig þá líka til, að vísa öllum öðrum ágrein-
ingi, utan við þessi deilumál, til gjörðardóms. Áður en ágreiningsatriðið
er lagt fyrir slíkan dómsstól, skulu aðilarnir reyna að ná samkomulagi
þannig, að þeir leggja það fyrir sáttanefnd, sem sérstaklega er skipuð til
rannsóknar á málinu og sáttaumleitana.
f danska-íslenzka samningnum 1930 er ákveðið, að þetta skuli vera
&jört eftir að dansk-íslenzka nefndin hafi haft málið til meðferðar. Einnig
skal meðferð deilumála, sem samningsaðiljar, samkvæmt öðrum gildandi
samningum milli þeirra, verða að útkljá með dómi eða gjörðardómi (sbr.
sérstaklega 17. gr. hinna dansk-íslenkzu sambandslaga), vera í samræmi
við ákvæði nefnds samnings.
Samningarnir gilda í 20 ár, og verði þeim ekki sagt upp í síðasta lagi
áður en sá frestur er útrunninn, þá gilda þeir í önnur 20 ár. Eftir það
skulu þeir ætíð skoðast sem framlengdir á ný fyrir 20 ár, ef þeim er ekki
Sagt upp að minsta kosti 2 árum fyrir lok síðasta framlengingar frests.
§7. Endurskoðun og uppsögn dansk-íslenzka samningsins.
Eftir lok ársins 1940 getur bæði ríkisþing og alþingi, hvenær sem er
krafist þess, að samið verði um endurskoðun samningsins 1918 (18 gr.).
^’akist engir samningar um það innan þriggja ára eftir að frumvarpið er
b°rið upp, þá geta bæði alþingi og ríkisþing tekið ákvörðun um, að sá
Samningur er felst í sambandslögunum skuli vera upphafinn. Til þess,
DÞetta gilddr vafalaust líka um deilur um ákvæði samningi, er gjörðir voru eamkvaemt
ananingnum 1918.