Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 104
80
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
að ákvörðunin sé gild, verða að minsta kosti f beggja deilda ríkisþingsins
eða sameinaðs alþingis, að hafa greitt. atkvæði með henni, og þvínæst þarf
hún að vera staðfest með atkvæðagreiðslu þeirra kjósenda, sem hafa kosn-
ingarrétt við almennar kosningar til löggjafarþings landsins. Ef það
kemur í Ijós við slíka atkvæðagreiðslu, að minsta kosti % atkvæðisbærra
kjósenda hafi tekið þátt í atkvæðagreiðsunni og að minsta kosti %
greiddra atkvæða hafi verið með uppsögn samningsins, þá er samningurinn
úr gildi numinn.
Það kemur greinilega fram í 18 gr., að samningurinn 1918 er ekki
Sambandssamningur, heldur samningur til ákveðins tíma milli tveggja
fullvalda ríkja, sem er uppsegjanlegur af hvoru fyrir sig. Funder telur
hinn skilorðsbundna meirihluta í uppsagnarákvæðunum auka erfiðleik-
ana við uppsögn samningsins.D En í raun og veru er þessi erfiðleiki
mjög lítill, þar sem samningurinn setur engar reglur um það, hvernig
atkvæðagreiðslan skuli fara fram. Eins Qg íslenzka fullveldisnefndin líka
heldur fram, hefir fsland fult vald yfir tilhögun atkvæðagi*eið,slunnar, og
getur því ákveðið, hve margir kosningarstaðir skuli vera í hverju sveitar-
eða bæjarfélagi, til þess að allir geti kosið. Það má líka láta kjósendurna
greiða atkvæði á heimilum sínum eða þar sem þeir dvelja. Þá má líka láta
atkvæðagreiðsluna fara fram á fleirum en einum degi, svo að kjósendur
geti til skiftis komist að heiman. Enn er hægt — ef alt þetta telst vera
ófullnægjandi — að lögbjóða kosningaskyldu eða setja háar sektir við
vanrækslu á atkvæðagreiðslu, eða réttindamissi, sem dæmi eru til í ýmsum
löndum.2)
Knud Berlin heldur því fram — og eg er honum sammála — að samn-
inginn sé hægt að fella úr gildi ekki einungis á þann hátt, sem ákveðið er
í 18. gr., heldur einnig sem milliþjóðasamning á grundvelli annara ákvæða,
er gilda alment um þjóðréttarlega samninga, sem sé með gagnkvæmum
samningi um, að fella hann úr gildi.3) Áður en sá frestur er útrunninn,
sem ákveðinn er í samningnum 1918, er hægt að afnema samninginn eða
breyta honum með nýrri ákvörðun beggja ríkja; en eftir að fresturinn er
útrunninn með ákvörðun annars hvors ríkisins.
§8. Staða fslands með&l þjóðanna.
Eg hefi staðhæft, að ísland sé fullvalda konungsríki. Það var viður-
kent svo af Danmörku 1918. Fullveldi þess og hlutleysi hefir verið kunn-
gjört erlendum ríkjum, sem hafa samþykt það opinberlega eða með þögn-
inni. Ekkert réttarband tengir ríkin saman — og ekkert nema persóna
konungs (homo plures sustinens personas). Konungurinn sem konungnr
Danmerkur er valdalaus á íslandi, því að þar ríkir hann eingöngu sem
konungur íslands.
l)Funder, bls. 218. 2)Nefndarálit, bls. 32. 3)Knud Berlin, Forb. bls. H2-